Lífið

Tökur á Asíska draumnum hefjast í janúar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þeir félagar munu ferðast um Asíu og leysa þar hinar ýmsu þrautir.
Þeir félagar munu ferðast um Asíu og leysa þar hinar ýmsu þrautir. Vísir/MYND
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn munu hefjast í lok janúar. Bæði Steindi jr og Auðunn Blöndal tilkynntu þetta á Twitter síðum sínum í dag. Þar munu koma fram ásamt Audda og Steinda, þeir Sveppi og Pétur Jóhann líkt og í síðustu þáttaröð. 

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.  

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk.

Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×