Lífið

22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brúnegg, beint úr bónda var brandari sem virtist hitta í mark hjá áhorfendum.
Brúnegg, beint úr bónda var brandari sem virtist hitta í mark hjá áhorfendum. Skjáskot af vef RÚV
Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. Rúmlega 22 þúsund lesendur tóku þátt í könnuninni sem staðið hefur frá gamlárskvöldi og þangað til í morgun.

Í skaupi ársins kenndi ýmissa grasa og óhætt er að segja að Fóstbræðraandi hafi verið yfir vötnum. Bílastæðaverðirnir með Sigmund Davíð í brodd fylkingar litu við og kvartarinn Indriði lét sig heldur ekki vanta, nú skaut hann upp kollinum í miðjum stjórnarmyndunarþreifingum.

„Ég er bara glaður og ánægður hvað fólk virðist almennt ánægt með þetta,“ segir leikstjórinn Jón Gnarr í viðtali við Vísi í morgun. Hann ýjar að frekari endurkomu Fóstbræðra, svo gaman hafi verið að rifja upp gömlu persónurnar.

Að neðan má sjá hvernig einkunnirnar skiptust. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×