Fékk kveðju frá Guðna Th eftir að hafa slegið í gegn í Skaupinu sem Guðni Th Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 22:36 Tryggvi Rafnsson í hlutverki Guðna Th. ásamt Jóni Gnarr, leikstjóra Skaupsins. Aðsend mynd Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Tryggvi Rafnsson lék forseta Íslands í Áramótaskaupinu og segir að einlægnin hafi verið skemmtilegast að túlka í fari Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Hann segir að það hafi verið erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og vandamönnum en hann hafi einungis fengið góð viðbrögð eftir leik sinn í Skaupinu. Þá sendi Guðni Th. honum sjálfur kveðju í kvöld og hrósaði honum fyrir túlkun sína. Tryggvi segir í samtali við Vísi að hann hafi lengi verið með nýja forsetann í maganum en honum var bent á líkindi þeirra tveggja strax á kosninganóttinni þann 25. júní 2016 þegar Guðni var kjörinn. „Félagi minn setti þetta fyrst á Facebook vegginn minn og svo varð þetta að umræðu í fjölskyldunni og vinahópnum“ segir Tryggvi sem segir að þá hafi hann farið að taka sérstaklega eftir fasi forsetans.Einlægnin það sem gaman er að leika eftir„Hann er með svona ákveðin einkenni sem maður tekur upp. Til að mynda hvernig hann talar, hann greinilega vandar sig í öllu sem hann gerir en er samt svo meðvitaður um það að hann muni einhvern tímann gera mistök og er þá fyrsti maðurinn til að hlæja að því“ segir Tryggvi sem tók sérstaklega eftir einlægri framkomu forsetans. „Það er svo gaman að leika eftir þessa einlægni. Hann er ekkert að fela sína galla frekar en kosti og er hann sjálfur 100 prósent. Það er gaman að fá að leika svoleiðis mann.“Erfitt að leyna hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu eftir að hafa rakað háriðAðspurður um það hvort hann sé ekki sáttur með að hafa gulltryggt sér hlutverk í Skaupinu að minnsta kosti næstu þrjú árin er Tryggvi léttur í bragði og svarar því játandi og segist vera algjörlega á móti því að seta forseta á valdastóli verði takmörkuð. Tryggvi segir að erfitt hafi verið að leyna nýja hlutverkinu fyrir vinum og fjölskyldu vikurnar áður en Skaupið var sýnt. „Ég var náttúrulega búinn að vera með mínar lambakrullur alla mína ævi og svo allt í einu mæti ég bara í jólaboðin í desember næstum því nauðasköllóttur eins og forsetinn sjálfur. Maður reyndi bara að beina umræðunni eitthvað annað“ segir Tryggvi en hann er afar ánægður með leikstjórann Jón Gnarr og samstarfið við hann.Fékk kveðju frá GuðnaTryggvi segir að hann hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki. Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið“ segir Tryggvi sem segir ekki fræðilegan möguleika á því að hann komist yfir öll skilaboðin sem hann hafi fengið. Í kvöld fékk Tryggvi svo kveðju frá forsetanum sjálfum þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í Áramótaskaupinu og því nokkuð ljóst að forsetinn var sáttur með túlkun Tryggva.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira