Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 13:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Vísir „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
„Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent