Gjóskulög eru gagnaskrár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2017 10:30 Guðrún var ung þegar hún las bók þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld og enn er hún heilluð af fræðunum. Vísir/GVA „Afi minn, Anton Larsen, kveikti áhuga minn á náttúrunni. Hann var hlynntur náttúruvernd löngu áður en hún var almennt á dagskrá,“ segir Guðrún Larsen jarðfræðingur sem nýlega hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Til að hljóta slík verðlaun þarf íslenskur vísindamaður að hafa náð framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Guðrún hefur stundað viðamiklar rannsóknir á gjóskulögum íslenskra eldfjalla. Hún er líka einn af höfundum ritsins Náttúruvá á Íslandi, Eldgos og jarðskjálftar sem Viðlagatryggingar Íslands og Háskóli Íslands gáfu út 2013. Margt fleira er á afrekaskrá hennar – en fyrst að upprunanum. „Ég er þorpari, uppalin á bökkum Glerár sem þá skildi að Glerárþorp og Akureyri. Við krakkarnir í þorpinu höfðum víðan völl, við höfðum ána, eyrarnar í kringum hana, Glerárgilið, klappirnar, móana og Krossanesbryggjurnar. Svo var Akureyri hinum megin við ána og þar var bíó og þar voru búðir en við þorpararnir höfðum líklega töluvert meira frelsi en krakkarnir sem bjuggu inni á Akureyri.“ Glerkenndu steinarnir sem Gleráin ber fram og dregur nafn sitt af urðu til þess að Guðrún fékk sérstakan áhuga á steinum og þar með jarðfræði. „Þetta er biksteinn, líka kallaður perlusteinn,“ lýsir hún. „Ef það er nóg vatn í þessu gleri þá þenst það út við upphitun. Afi setti svona steina á glóðina í miðstöðvarkatlinum heima, fyrir okkur krakkana, og morguninn eftir voru þeir orðnir að glerfrauði sem flaut á vatni. Þetta þótti okkur merkilegt.“ Hún segir kennarana í Glerárþorpi hafa haldið áhuga krakkanna þar vakandi. „Einn kennarinn sagði okkur frá landrekskenningunni, annar lánaði mér bók eftir Ágúst H. Bjarnason þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld, hana las ég þegar ég var tíu, ellefu ára. Nú eru barnabörnin mín að sækja sér álíka efni á netinu, á ensku.“ Í jarðfræðideild HÍ hafði Guðrún marga góða kennara. „Það var Sigurður Steinþórsson sem leiddi mig inn í gjóskulagarannsóknir. Hann réð mig til að gera kornastærðargreiningar á stóru gjóskulagi sem kallast Hekla 4, það er um 4.300 ára gamalt og féll yfir 4/5 hluta landsins. Það varð BS-verkefnið mitt.“ Hún kveðst hafa notað gjóskulög í tvennum tilgangi. „Sigurður Þórarinsson þróaði gjóskulagatímatal sem notað er um allan heim. Það byggist á því að gjóskulag fellur yfir ákveðið svæði og aldur þess gildir alls staðar þar sem það finnst. Hekla 4 finnst til dæmis víða í Norður-Evrópu og í sjávarseti í Norður-Atlantshafi. Gjóskulögin er líka hægt að nota til að rekja gossögu einstakra eldfjalla eða heilu eldstöðvakerfanna, að sögn jarðfræðingsins. „Gjóskulögin eru gagnaskrár um gosin sem mynda þau. Það er meira að segja hægt að lesa hæð gosmakka út frá þeim,“ upplýsir hún. „Eitt þeirra gosa sem ég rannsakaði varð árið 1477 á gossprungu sem nær frá Landmannalaugum eina 65 km til norðausturs, álíka langt og frá Reykjavík að Þjórsárbrú. Á 26 kílómetra kafla gossprungunnar var ákaft sprengigos, svipuð vegalengd og frá Reykjavík að vegamótunum við Þrengslaveg og gjóskulagið var mjög stórt, um 10 rúmkílómetrar nýfallið,“ lýsir Guðrún. „Ég skoðaði líka gjóskulög í jökulísnum á sporðum Vatnajökuls með samstarfsmönnum mínum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Helga Björnssyni jöklafræðingi. Bæði tímasettum við ísinn með því og svo kom líka í ljós að eldvirknin í eldstöðvum undir Vatnajökli gengur í bylgjum og nær hámarki á 130-140 ára fresti. Við erum á leiðinni inn í næsta hámark sem, miðað við gossöguna síðustu 800 ár, ætti að verða kringum 2030.“ Spurð hverju hún sé stoltust af á ferlinum nefnir Guðrún fyrrverandi doktorsnema sína, jarðfræðingana Bergrúnu A. Óladóttur og Esther R. Guðmundsdóttur, nú höfunda margra fræðigreina. Guðrún var einn af ritstjórum opins vefrits um eldstöðvakerfin á Íslandi, sem eru 32 talsins. Það má finna á vef Veðurstofu Íslands á slóðinni http://icelandicvolcanos.is Þar er hún höfundur og meðhöfundur margra kafla. Nú er Guðrún komin á eftirlaun en er þó hvergi nærri hætt að grúska.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017 Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Afi minn, Anton Larsen, kveikti áhuga minn á náttúrunni. Hann var hlynntur náttúruvernd löngu áður en hún var almennt á dagskrá,“ segir Guðrún Larsen jarðfræðingur sem nýlega hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Til að hljóta slík verðlaun þarf íslenskur vísindamaður að hafa náð framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Guðrún hefur stundað viðamiklar rannsóknir á gjóskulögum íslenskra eldfjalla. Hún er líka einn af höfundum ritsins Náttúruvá á Íslandi, Eldgos og jarðskjálftar sem Viðlagatryggingar Íslands og Háskóli Íslands gáfu út 2013. Margt fleira er á afrekaskrá hennar – en fyrst að upprunanum. „Ég er þorpari, uppalin á bökkum Glerár sem þá skildi að Glerárþorp og Akureyri. Við krakkarnir í þorpinu höfðum víðan völl, við höfðum ána, eyrarnar í kringum hana, Glerárgilið, klappirnar, móana og Krossanesbryggjurnar. Svo var Akureyri hinum megin við ána og þar var bíó og þar voru búðir en við þorpararnir höfðum líklega töluvert meira frelsi en krakkarnir sem bjuggu inni á Akureyri.“ Glerkenndu steinarnir sem Gleráin ber fram og dregur nafn sitt af urðu til þess að Guðrún fékk sérstakan áhuga á steinum og þar með jarðfræði. „Þetta er biksteinn, líka kallaður perlusteinn,“ lýsir hún. „Ef það er nóg vatn í þessu gleri þá þenst það út við upphitun. Afi setti svona steina á glóðina í miðstöðvarkatlinum heima, fyrir okkur krakkana, og morguninn eftir voru þeir orðnir að glerfrauði sem flaut á vatni. Þetta þótti okkur merkilegt.“ Hún segir kennarana í Glerárþorpi hafa haldið áhuga krakkanna þar vakandi. „Einn kennarinn sagði okkur frá landrekskenningunni, annar lánaði mér bók eftir Ágúst H. Bjarnason þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld, hana las ég þegar ég var tíu, ellefu ára. Nú eru barnabörnin mín að sækja sér álíka efni á netinu, á ensku.“ Í jarðfræðideild HÍ hafði Guðrún marga góða kennara. „Það var Sigurður Steinþórsson sem leiddi mig inn í gjóskulagarannsóknir. Hann réð mig til að gera kornastærðargreiningar á stóru gjóskulagi sem kallast Hekla 4, það er um 4.300 ára gamalt og féll yfir 4/5 hluta landsins. Það varð BS-verkefnið mitt.“ Hún kveðst hafa notað gjóskulög í tvennum tilgangi. „Sigurður Þórarinsson þróaði gjóskulagatímatal sem notað er um allan heim. Það byggist á því að gjóskulag fellur yfir ákveðið svæði og aldur þess gildir alls staðar þar sem það finnst. Hekla 4 finnst til dæmis víða í Norður-Evrópu og í sjávarseti í Norður-Atlantshafi. Gjóskulögin er líka hægt að nota til að rekja gossögu einstakra eldfjalla eða heilu eldstöðvakerfanna, að sögn jarðfræðingsins. „Gjóskulögin eru gagnaskrár um gosin sem mynda þau. Það er meira að segja hægt að lesa hæð gosmakka út frá þeim,“ upplýsir hún. „Eitt þeirra gosa sem ég rannsakaði varð árið 1477 á gossprungu sem nær frá Landmannalaugum eina 65 km til norðausturs, álíka langt og frá Reykjavík að Þjórsárbrú. Á 26 kílómetra kafla gossprungunnar var ákaft sprengigos, svipuð vegalengd og frá Reykjavík að vegamótunum við Þrengslaveg og gjóskulagið var mjög stórt, um 10 rúmkílómetrar nýfallið,“ lýsir Guðrún. „Ég skoðaði líka gjóskulög í jökulísnum á sporðum Vatnajökuls með samstarfsmönnum mínum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Helga Björnssyni jöklafræðingi. Bæði tímasettum við ísinn með því og svo kom líka í ljós að eldvirknin í eldstöðvum undir Vatnajökli gengur í bylgjum og nær hámarki á 130-140 ára fresti. Við erum á leiðinni inn í næsta hámark sem, miðað við gossöguna síðustu 800 ár, ætti að verða kringum 2030.“ Spurð hverju hún sé stoltust af á ferlinum nefnir Guðrún fyrrverandi doktorsnema sína, jarðfræðingana Bergrúnu A. Óladóttur og Esther R. Guðmundsdóttur, nú höfunda margra fræðigreina. Guðrún var einn af ritstjórum opins vefrits um eldstöðvakerfin á Íslandi, sem eru 32 talsins. Það má finna á vef Veðurstofu Íslands á slóðinni http://icelandicvolcanos.is Þar er hún höfundur og meðhöfundur margra kafla. Nú er Guðrún komin á eftirlaun en er þó hvergi nærri hætt að grúska.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira