Stórt skref að koma út úr skápnum eftir leiðinlegar athugasemdir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2017 12:30 Hafþór Máni er hér fyrir miðri mynd. Vísir/Vilhelm Hafþór Máni Brynjarsson, nemandi í níunda bekk í Rimaskóla, segist vilja fá meiri fræðslu um hinsegin málefni í grunnskólum. Hafþór Máni hélt erindi á opnum fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hinsegin skólakerfi í dag. Hann kom út úr skápnum nýverið eftir nokkuð erfiða tíma. „Þetta byrjaði allt þegar ég tók skref út úr mínum þægindaramma og setti mynd af mér máluðum á Instagram þegar ég var að fara út að borða með vinkonum mínum,“ sagði Hafþór Máni. Hann segir að daginn eftir hafi blasað við honum fjöldinn allur af neikvæðum athugasemdum. „Ég tók skref út úr þægindarammanum og sendur aftur á byrjunarreit. Ég fékk strax högg og fór að hugsa hvort það væru mistök að setja þessa mynd á netið.“ Hafþór Máni segist hafa dregið sig í hlé og hugsað að það væri ekki í lagi að vera samkynhneigður. Hann hafi þó að endingu ákveðið að ræða við vinkonur sínar. Í kjölfarið voru haldnir fundir með aðstoðarskólastjóra Rimaskóla um hvað væri hægt að gera í málunum. Hafþór segist hafa farið jákvæðari út í sumarið en hann hafi samt sem áður verið var við leiðinlegar athugasemdir.Sumir dagar erfiðari en aðrir Hann segir það hafa verið stórt skref að segja foreldrum sínum frá samkynhneigð sinni. Það hafi þó komið á óvart hversu jákvætt fólk var í hans garð. Hann hafi viljað miðla sögu sinni og fyrst hafi honum dottið í hug að gera myndband byggt á sinni reynslu. Á endanum var lendingin sú að Skrekksatriði Rimaskóla var byggt á sögu hans. „Allt sem kom fram á sviðinu var eitthvað sem var sagt um mig á þessum tíma eða eitthvað sem ég hugsaði,“ sagði Hafþór. „Sumir dagar eru erfiðari en aðrir og ég er stundum hræddur um hvað öðrum finnst en ég tek einn dag í einu og reyni að vera sem jákvæðastur.“ Hann segir að aukin fræðsla á skólastigi um hinsegin málefni væri æskileg. „Ef fræðslan væri líka í skólanum þyrftu þeir aðilar sem þurfa mest á henni að halda neyðast til að hlusta og vonandi taka þetta til sín.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hafþór Máni Brynjarsson, nemandi í níunda bekk í Rimaskóla, segist vilja fá meiri fræðslu um hinsegin málefni í grunnskólum. Hafþór Máni hélt erindi á opnum fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hinsegin skólakerfi í dag. Hann kom út úr skápnum nýverið eftir nokkuð erfiða tíma. „Þetta byrjaði allt þegar ég tók skref út úr mínum þægindaramma og setti mynd af mér máluðum á Instagram þegar ég var að fara út að borða með vinkonum mínum,“ sagði Hafþór Máni. Hann segir að daginn eftir hafi blasað við honum fjöldinn allur af neikvæðum athugasemdum. „Ég tók skref út úr þægindarammanum og sendur aftur á byrjunarreit. Ég fékk strax högg og fór að hugsa hvort það væru mistök að setja þessa mynd á netið.“ Hafþór Máni segist hafa dregið sig í hlé og hugsað að það væri ekki í lagi að vera samkynhneigður. Hann hafi þó að endingu ákveðið að ræða við vinkonur sínar. Í kjölfarið voru haldnir fundir með aðstoðarskólastjóra Rimaskóla um hvað væri hægt að gera í málunum. Hafþór segist hafa farið jákvæðari út í sumarið en hann hafi samt sem áður verið var við leiðinlegar athugasemdir.Sumir dagar erfiðari en aðrir Hann segir það hafa verið stórt skref að segja foreldrum sínum frá samkynhneigð sinni. Það hafi þó komið á óvart hversu jákvætt fólk var í hans garð. Hann hafi viljað miðla sögu sinni og fyrst hafi honum dottið í hug að gera myndband byggt á sinni reynslu. Á endanum var lendingin sú að Skrekksatriði Rimaskóla var byggt á sögu hans. „Allt sem kom fram á sviðinu var eitthvað sem var sagt um mig á þessum tíma eða eitthvað sem ég hugsaði,“ sagði Hafþór. „Sumir dagar eru erfiðari en aðrir og ég er stundum hræddur um hvað öðrum finnst en ég tek einn dag í einu og reyni að vera sem jákvæðastur.“ Hann segir að aukin fræðsla á skólastigi um hinsegin málefni væri æskileg. „Ef fræðslan væri líka í skólanum þyrftu þeir aðilar sem þurfa mest á henni að halda neyðast til að hlusta og vonandi taka þetta til sín.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira