Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Dómsmálaráðherra segist ekki hafa fengið upplýsingar um málið og ekki sé víst að það heyri undir íslensk stjórnvöld. vísir/gva Það er ekki einsdæmi að fólki sé vísað úr flugvélum hér á landi og því meinað að fljúga til Bandaríkjanna. Juhel Miah, 25 ára kennari frá Swansea í Wales, lenti í því í að vera vísað úr flugvél Icelandair sem var á leið til Bandaríkjanna í Keflavík þann sextánda febrúar síðastliðinn. „Það kemur fyrir annað slagið að einstökum farþegum er neitað um flug vegna tilmæla frá yfirvöldum. En í þessum tilvikum er flugfélagið ekki upplýst um ástæður þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá flugfélög hér á landi af og til tilmæli frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum þar sem sagt er að stjórnvöld vilji ekki fá einstakling til landsins. Flugfélög fá ekki að vita ástæðuna. Slík tilmæli fékk Icelandair um Miah. Þar sem flugfélög þurfa að fylgja ákveðnum skilyrðum til þess að fá að fljúga til Bandaríkjanna, sem og annarra landa, ber þeim að hlýða þessum tilmælum. Ella þyrftu þau að greiða stórar sektir. Sjálfur veit Miah ekki ástæðu þess að honum var vísað frá borði. „Ég veit ekki hvers vegna mér var vísað úr vélinni. Kannski er það vegna þess að ég er múslimi. Ef enginn getur sagt mér ástæðuna fyrir þessu vil ég að einhver rétti upp hendi og biðjist afsökunar,“ sagði Miah í samtali við BBC í gær. Hann sagði atvikið hafa orðið til þess að honum liði eins og hann væri smánaður. Þetta hefði samt ekki átt að hafa þau áhrif. Ég spurði margoft af hverju mér væri vísað úr fluginu en fékk engin svör. Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér,“ sagði Miah. Ólíklegt er að ástæðan sé tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö ríkja í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum að koma til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þá tilskipun úr gildi. Þar að auki er Miah eingöngu með breskan ríkisborgararétt. Heimildir Fréttablaðsins herma að Miah hafi farið í gegnum vegabréfsskoðun athugasemdalaust. Þá hafi hann lent í handahófskenndu úrtaki og verið skoðaður nánar. Enn hafi engar athugasemdir verið gerðar. Þegar út í vél var komið hafi starfsmaður Icelandair hins vegar farið um borð og tilkynnt Miah um að hann fengi ekki að fara til Bandaríkjanna. Miah hafi brugðist hinn kurteisasti við og hlýtt tilmælum. Í svari sinni við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í gær sagðist Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki hafa fengið upplýsingar um málið. „Mér sýnist ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld,“ sagði hún og vísaði til þess að maðurinn væri breskur, ákvörðunin tekin af Bandaríkjamönnum. „Fáum við frekari upplýsingar mun ekki standa á mér að upplýsa um tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari hér á íslenskri grundu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Það er ekki einsdæmi að fólki sé vísað úr flugvélum hér á landi og því meinað að fljúga til Bandaríkjanna. Juhel Miah, 25 ára kennari frá Swansea í Wales, lenti í því í að vera vísað úr flugvél Icelandair sem var á leið til Bandaríkjanna í Keflavík þann sextánda febrúar síðastliðinn. „Það kemur fyrir annað slagið að einstökum farþegum er neitað um flug vegna tilmæla frá yfirvöldum. En í þessum tilvikum er flugfélagið ekki upplýst um ástæður þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá flugfélög hér á landi af og til tilmæli frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum þar sem sagt er að stjórnvöld vilji ekki fá einstakling til landsins. Flugfélög fá ekki að vita ástæðuna. Slík tilmæli fékk Icelandair um Miah. Þar sem flugfélög þurfa að fylgja ákveðnum skilyrðum til þess að fá að fljúga til Bandaríkjanna, sem og annarra landa, ber þeim að hlýða þessum tilmælum. Ella þyrftu þau að greiða stórar sektir. Sjálfur veit Miah ekki ástæðu þess að honum var vísað frá borði. „Ég veit ekki hvers vegna mér var vísað úr vélinni. Kannski er það vegna þess að ég er múslimi. Ef enginn getur sagt mér ástæðuna fyrir þessu vil ég að einhver rétti upp hendi og biðjist afsökunar,“ sagði Miah í samtali við BBC í gær. Hann sagði atvikið hafa orðið til þess að honum liði eins og hann væri smánaður. Þetta hefði samt ekki átt að hafa þau áhrif. Ég spurði margoft af hverju mér væri vísað úr fluginu en fékk engin svör. Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér,“ sagði Miah. Ólíklegt er að ástæðan sé tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö ríkja í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum að koma til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þá tilskipun úr gildi. Þar að auki er Miah eingöngu með breskan ríkisborgararétt. Heimildir Fréttablaðsins herma að Miah hafi farið í gegnum vegabréfsskoðun athugasemdalaust. Þá hafi hann lent í handahófskenndu úrtaki og verið skoðaður nánar. Enn hafi engar athugasemdir verið gerðar. Þegar út í vél var komið hafi starfsmaður Icelandair hins vegar farið um borð og tilkynnt Miah um að hann fengi ekki að fara til Bandaríkjanna. Miah hafi brugðist hinn kurteisasti við og hlýtt tilmælum. Í svari sinni við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í gær sagðist Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki hafa fengið upplýsingar um málið. „Mér sýnist ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld,“ sagði hún og vísaði til þess að maðurinn væri breskur, ákvörðunin tekin af Bandaríkjamönnum. „Fáum við frekari upplýsingar mun ekki standa á mér að upplýsa um tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari hér á íslenskri grundu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði