Óttast um fæðuöryggi Íslendinga: „Við búum á eyju“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 18:32 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stefna stjórnvalda varðandi fæðuöryggi, sé ábótavant. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Ég las stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fór sérstaklega yfir landbúnaðarmálin og mér fannst þetta mjög rýrt og óskýrt.“ „Þetta snýst um tvennt, þetta snýst annarsvegar um matvælaöryggi, það er að segja, að fæðan sem við fáum sé örugg, laus við allskyns sýkingar og þess háttar. Við búum sem betur fer við mjög gott matvælaöryggi á Íslandi í dag. “ „Hin hliðin er fæðuöryggi, að nægt framboð af mat sé til staðar. Við erum ekki með heildstæða stefnu hvað varðar fæðuöryggi í dag.“ „Mig langar til að heyra hvaða skoðanir ráðherra hefur á því, vegna þess að við búum á eyju. Bilanir á rafmagnskerfi, skortur á olíu, náttúruhamfarir og höft á innflutningi geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi, vegna þess að við erum með litlar matarbyrgðir.“Erum við sjálfum okkur næg, ef eitthvað kemur upp, getum við framleitt nóg ofan í okkur?„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það, ég veit ekki til þess hvort það séu til mælingar á því en við höfum gríðarleg tækifæri. Við erum með jarðhita, fiskinn í sjónum og ýmislegt fleira.“ „Til að mynda erum við að flytja inn gífurlegt magn af grænmeti. Við erum að flytja inn um 22 þúsund tonn af ári, á meðan við erum sjálf að framleiða um 15 þúsund tonn. Ég hef rætt mikið við garðyrkjubændur á suðurlandinu og það er mjög lítil nýliðun í þeim bransa, vegna þess að fjárfestingarkostnaðurinn og raforkukostnaður er hár.“ „Þarna geta yfirvöld án efa komið með aðgerðir til þess að bæta umhverfi garðyrkjunnar.“ „Mér finnst umræðan um innflutning mjög hávær og taka annað yfir. Mér finnst mikill tvískinnungur í því, því nú er vinsælt að tala um loftlagsmálin og matarsóun en það að flytja ekki matvæli á milli landa, fækkar kolefnisfótsporunum og dregur úr matarsóun.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stefna stjórnvalda varðandi fæðuöryggi, sé ábótavant. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Ég las stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fór sérstaklega yfir landbúnaðarmálin og mér fannst þetta mjög rýrt og óskýrt.“ „Þetta snýst um tvennt, þetta snýst annarsvegar um matvælaöryggi, það er að segja, að fæðan sem við fáum sé örugg, laus við allskyns sýkingar og þess háttar. Við búum sem betur fer við mjög gott matvælaöryggi á Íslandi í dag. “ „Hin hliðin er fæðuöryggi, að nægt framboð af mat sé til staðar. Við erum ekki með heildstæða stefnu hvað varðar fæðuöryggi í dag.“ „Mig langar til að heyra hvaða skoðanir ráðherra hefur á því, vegna þess að við búum á eyju. Bilanir á rafmagnskerfi, skortur á olíu, náttúruhamfarir og höft á innflutningi geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi, vegna þess að við erum með litlar matarbyrgðir.“Erum við sjálfum okkur næg, ef eitthvað kemur upp, getum við framleitt nóg ofan í okkur?„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það, ég veit ekki til þess hvort það séu til mælingar á því en við höfum gríðarleg tækifæri. Við erum með jarðhita, fiskinn í sjónum og ýmislegt fleira.“ „Til að mynda erum við að flytja inn gífurlegt magn af grænmeti. Við erum að flytja inn um 22 þúsund tonn af ári, á meðan við erum sjálf að framleiða um 15 þúsund tonn. Ég hef rætt mikið við garðyrkjubændur á suðurlandinu og það er mjög lítil nýliðun í þeim bransa, vegna þess að fjárfestingarkostnaðurinn og raforkukostnaður er hár.“ „Þarna geta yfirvöld án efa komið með aðgerðir til þess að bæta umhverfi garðyrkjunnar.“ „Mér finnst umræðan um innflutning mjög hávær og taka annað yfir. Mér finnst mikill tvískinnungur í því, því nú er vinsælt að tala um loftlagsmálin og matarsóun en það að flytja ekki matvæli á milli landa, fækkar kolefnisfótsporunum og dregur úr matarsóun.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira