„Samsæri gegn kjósendum“ um lægsta samnefnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 12:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. Hann sagði stjórnina skorta framtíðarsýn og stefna flokkanna viki nú fyrir „lægsta samnefnara“ í stjórnarmyndun. Sigmundur var einn gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Skortur á framtíðarsýnÍ pistli sem birtist á vef Miðflokksins á föstudag sagði Sigmundur Davíð að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna væri síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Sigmundur var enn sömu skoðunar í Sprengisandi í morgun og sagðist sammála Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra sem var einnig gestur í Sprengisandi, um skort tilvonandi ríkisstjórnar á framtíðtíðarsýn. „Mér líst náttúrulega ekkert á þetta. Á vissan hátt á sömu forsendum og Þorsteinn,“ sagði Sigmundur. „Ég er sammála honum um að það sé afleitt að fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Og þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggist á einhverri tilktekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn.“„Samsæri gegn kjósendum“Þá sagði Sigmundur stjórnarviðræður flokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, vera „meira af því sama“, sem hann taldi einn helsta vanda stjórnmálanna undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn komi fram með óljósar áherslur í kosningabaráttu og við stjórnarmyndun víki stefna flokkanna fyrir „lægsta samnefnara.“ „Eftir kosningar mynda þeir [stjórnmálamenn] það sem mætti kalla samsæri gegn kjósendum um það að ná einhverjum lægsta samnefnara og skipta á milli sín embættum í stað þess að berjast fyrir þeirri stefnu sem er boðuð,“ sagði Sigmundur sem viðurkenndi þó að óhjákvæmlegt væri að mætast að einhverju leyti á miðri leið. „Það er óhjákvæmilegt að gera málamiðlanir en ef menn ætla að ná sem mestu fram, ná sem mestri stefnubreytingu ef þeir hafa talið þörf á því, eða fylgja eftir stefnu sem hefur verið rekin, þá verður að vinna með þeim sem eru helst tilbúnir til þess að ná þeirri stefnubreytingu.“Kerfisstjórn sem mun ekki ráðast í mikilvægar breytingarSigmundur sagði næstu ríkisstjórn hafa einstakt tækifæri til að ráðast í kerfisbreytingar og nefndi þar sérstaklega fjármálakerfið og landspítalann. Hann var þó ekki bjartsýnn á árangur ríkisstjórnarinnar, sem nú er í burðarliðnum, í þeim efnum. „Þessi stjórn er ekki að fara að ráðast í þær breytingar, hún er ekki að fara að nýta þessi tækifæri. Þetta er kerfisstjórn, stjórn um óbreytt fyrirkomulag. Dettur til dæmis einhverjum í hug að þessi stjórn muni byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, eins og þarf að gera?“ sagði Sigmundur. „Svona hlutir sem snúast um almenna skynsemi, þessi stjórn, kerfisstjórn, er ekki að fara að taka á þeim. Hún er ekki að fara í stór verkefni sem þarf að leysa með óhefðbundnum aðferðum, jafnvel, eins og þetta einstaka tækifæri til þess að endurskoða fjármálakerfið.“Viðtalið við Sigmund Davíð í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. Hann sagði stjórnina skorta framtíðarsýn og stefna flokkanna viki nú fyrir „lægsta samnefnara“ í stjórnarmyndun. Sigmundur var einn gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Skortur á framtíðarsýnÍ pistli sem birtist á vef Miðflokksins á föstudag sagði Sigmundur Davíð að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna væri síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Sigmundur var enn sömu skoðunar í Sprengisandi í morgun og sagðist sammála Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra sem var einnig gestur í Sprengisandi, um skort tilvonandi ríkisstjórnar á framtíðtíðarsýn. „Mér líst náttúrulega ekkert á þetta. Á vissan hátt á sömu forsendum og Þorsteinn,“ sagði Sigmundur. „Ég er sammála honum um að það sé afleitt að fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Og þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggist á einhverri tilktekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn.“„Samsæri gegn kjósendum“Þá sagði Sigmundur stjórnarviðræður flokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, vera „meira af því sama“, sem hann taldi einn helsta vanda stjórnmálanna undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn komi fram með óljósar áherslur í kosningabaráttu og við stjórnarmyndun víki stefna flokkanna fyrir „lægsta samnefnara.“ „Eftir kosningar mynda þeir [stjórnmálamenn] það sem mætti kalla samsæri gegn kjósendum um það að ná einhverjum lægsta samnefnara og skipta á milli sín embættum í stað þess að berjast fyrir þeirri stefnu sem er boðuð,“ sagði Sigmundur sem viðurkenndi þó að óhjákvæmlegt væri að mætast að einhverju leyti á miðri leið. „Það er óhjákvæmilegt að gera málamiðlanir en ef menn ætla að ná sem mestu fram, ná sem mestri stefnubreytingu ef þeir hafa talið þörf á því, eða fylgja eftir stefnu sem hefur verið rekin, þá verður að vinna með þeim sem eru helst tilbúnir til þess að ná þeirri stefnubreytingu.“Kerfisstjórn sem mun ekki ráðast í mikilvægar breytingarSigmundur sagði næstu ríkisstjórn hafa einstakt tækifæri til að ráðast í kerfisbreytingar og nefndi þar sérstaklega fjármálakerfið og landspítalann. Hann var þó ekki bjartsýnn á árangur ríkisstjórnarinnar, sem nú er í burðarliðnum, í þeim efnum. „Þessi stjórn er ekki að fara að ráðast í þær breytingar, hún er ekki að fara að nýta þessi tækifæri. Þetta er kerfisstjórn, stjórn um óbreytt fyrirkomulag. Dettur til dæmis einhverjum í hug að þessi stjórn muni byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, eins og þarf að gera?“ sagði Sigmundur. „Svona hlutir sem snúast um almenna skynsemi, þessi stjórn, kerfisstjórn, er ekki að fara að taka á þeim. Hún er ekki að fara í stór verkefni sem þarf að leysa með óhefðbundnum aðferðum, jafnvel, eins og þetta einstaka tækifæri til þess að endurskoða fjármálakerfið.“Viðtalið við Sigmund Davíð í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent