Guðni hvetur til flugeldakaupa Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 22:46 Guðni keypti greinilega hóflega mikið af flugeldum í ár og styrkti þannig björgunarsveitirnar. Hann vill að fólk láti það ógert að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Facebook/Jakob Guðnason „Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“ Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“
Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36