Guðni hvetur til flugeldakaupa Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 22:46 Guðni keypti greinilega hóflega mikið af flugeldum í ár og styrkti þannig björgunarsveitirnar. Hann vill að fólk láti það ógert að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Facebook/Jakob Guðnason „Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“ Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
„Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“
Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36