Dæmdur fyrir guðlast 1983 en hlýtur frelsisverðlaun í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 15:58 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum. Hann veitti frelsisverðlaunum Ungra Pírata viðtöku í dag. Ungir Píratar Frelsisverðlaun Ungra Pírata voru veitt í fyrsta sinn í dag. Verðlaunin hlutu Úlfar Þormóðsson og Snarrótin en Úlfar er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. „Frelsisverðlaununum er ætlað að verðlauna baráttufólk fyrir borgararéttindum og aðra talsmenn frelsis,“ segir enn fremur í tilkynningu. Úlfar Þormóðsson og Snarrótin hljóta verðlaunin í ár en árið 1983 var Úlfar dæmdur fyrir guðlast. Í kjölfarið voru öll eintök af tímaritinu Speglinum gerð upptæk en þar birtist téð grín Úlfars að fermingarathöfnum - sem ekki mátti lengur lesa. „Í dag þætti mörgum þetta grín meinlaust en þó eru ekki nema tvö ár síðan lög um guðlast voru afnumin. Úlfar andmælti dóminum í bók sem kom út ári síðar, Bréf til Þórðar frænda, en málið vakti mikla umræðu og athygli og átti stóran þátt í að breyta viðhorfi fólks í landinu. Barátta Úlfars gerði það að verkum að hann var síðasti maðurinn dæmdur með þessum lögum,“ segir í tilkynningu Ungra Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, er hér við verðlaunaafhendinguna í dag ásamt fulltrúum Snarrótarinnar.Ungir PíratarSnarrótin, hinn verðlaunahafi dagsins, er samtök sem tala fyrir auknum borgararéttindum. Með verðlaunaafhendingunni vilja Ungir Píratar hvetja Snarrótina til að halda áfram vinnu sinni, birta greinar, sýna heimildamyndir og fá til landsins fyrirlesara. Að verðlaunaafhendingunni lokinni verður aðalfundur Ungra Pírata haldinn að Síðumúla 23 í Reykjavík þar sem ný stjórn verður kosin. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Frelsisverðlaun Ungra Pírata voru veitt í fyrsta sinn í dag. Verðlaunin hlutu Úlfar Þormóðsson og Snarrótin en Úlfar er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir að gera grín að fermingarathöfnum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. „Frelsisverðlaununum er ætlað að verðlauna baráttufólk fyrir borgararéttindum og aðra talsmenn frelsis,“ segir enn fremur í tilkynningu. Úlfar Þormóðsson og Snarrótin hljóta verðlaunin í ár en árið 1983 var Úlfar dæmdur fyrir guðlast. Í kjölfarið voru öll eintök af tímaritinu Speglinum gerð upptæk en þar birtist téð grín Úlfars að fermingarathöfnum - sem ekki mátti lengur lesa. „Í dag þætti mörgum þetta grín meinlaust en þó eru ekki nema tvö ár síðan lög um guðlast voru afnumin. Úlfar andmælti dóminum í bók sem kom út ári síðar, Bréf til Þórðar frænda, en málið vakti mikla umræðu og athygli og átti stóran þátt í að breyta viðhorfi fólks í landinu. Barátta Úlfars gerði það að verkum að hann var síðasti maðurinn dæmdur með þessum lögum,“ segir í tilkynningu Ungra Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata, er hér við verðlaunaafhendinguna í dag ásamt fulltrúum Snarrótarinnar.Ungir PíratarSnarrótin, hinn verðlaunahafi dagsins, er samtök sem tala fyrir auknum borgararéttindum. Með verðlaunaafhendingunni vilja Ungir Píratar hvetja Snarrótina til að halda áfram vinnu sinni, birta greinar, sýna heimildamyndir og fá til landsins fyrirlesara. Að verðlaunaafhendingunni lokinni verður aðalfundur Ungra Pírata haldinn að Síðumúla 23 í Reykjavík þar sem ný stjórn verður kosin.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira