Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn Snærós Sindradóttir skrifar 8. mars 2017 06:00 Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur komið hingað til lands í tengslum við verklegar framkvæmdir. vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira