Illt í hjartanu og vill hjálpa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:15 Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira