Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 16:30 Það er allt á floti í Fljótsdal. Mynd/Landsbjörg „Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Mér fannst ótrúlegt hvað þetta hækkar mikið miðað við hvað þetta er vítt og opið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands eftir að hafa skoðað loftmyndir af Fljótsdal. Þar hafa bændur og björgunarsveitir staðið í ströngu við að bjarga kindum eftir að Jökulsá í Fljótsdal flæddi yfir bakka sína. Talið er að tugir kinda hafi drepist og á túnum á Valþjófsstaðanesi liggur klofhátt vatn yfir túnunum að stórum hluta. Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og segjast íbúar þar aldrei hafa séð aðra eins úrkomu og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring.Sjá einnig:Aldrei séð svona úrhelliVarað hefur verið við vatnavöxtum á þessu svæði undanfarna daga en Óli Þór segir að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi samt sem áður komið á óvart.Björgunarsveitarmenn sigldu um á bát til þess að bjarga því sem bjarga varð.Mynd/Landsbjörg„Maður átti von á vatnavöxtum við Suðausturströndina og á sunnanverðum Austfjörðum en það var bara nægilega hvasst til að draga þessa úrkomu líka yfir fjöllin þannig að þetta fór inn á vatnasvið ánna sem renna inn á Fljótsdalshérað,“ segir Óli Þór.Finnska hæðin veldur usla Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.Sjá einnig: Ágætt að láta loka sig inni annað slagiðÓli Þór telur þó líklegt að vatnsstaðan á túnunum fari lækkandi í nótt og á morgun en ekki sé hægt að segja til um hversu hratt það gerist. Það muni fara eftir því hvenær hætti að rigna á vatnasviðum ánna á Fljótsdalshéraði.Eins og sjá má er gríðarleg úrkoma á austanverðu landinu.Mynd/VeðurstofanÞá þyki veðurfræðingum einnig óvenjulegt hversu staðbundin úrkoman er. Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er gríðarleg úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi en lítil sem engin annars staðar. „Það er þessi gríðarstóra hæð yfir Finnlandi sem heldur þessu þarna í járngreipum, hún situr bara föst þarna á sama stað,“ segir Óli Þór sem telur þó líklegt að draga muni úr úrkomunni á morgun. „Um miðjan dag á morgun fara þessi skil nokkuð hratt austur og þá verður hlé.“Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum í Hamarsfirði ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45
Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. 27. september 2017 15:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?