Tjaldbúinn fær hjólhýsi að láni Þórdís Valsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Kjartan hefur búið í tjaldi frá því í sumar, nú síðast í garðinum hjá velviljuðu fólki í Hafnarfirði. Vísir Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar. Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kjartan Theódórsson, sem búið hefur í tjaldi frá því í júlí, hefur fengið afnot af hjólhýsi. Hann segir að fyrirtækið Víkurverk hafi haft samband við hann og boðið honum að fá hjólhýsi að láni fram að áramótum. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrr á árinu og missti í kjölfarið tekjurnar. Hann bjó fyrst um sinn í tjaldi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stöð 2 sagði frá því á mánudag að velviljað fólk í Hafnarfirði hafi leyft Kjartani og konunni hans að tjalda í garðinum þeirra. Þetta sama fólk hefur gefið þeim samþykki fyrir því að leggja hjólhýsinu í innkeyrslu við húsið þeirra. Hjónin hafa því enn aðgang að rafmagni. „Vignir Andersen hafði samband við mig og sagði að hann hefði rætt við yfirmann sinn sem hafi tekið vel í það að gera okkur þennan greiða,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé mjög þakkláturVignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að hann hafi viljað láta gott af sér leiða.Vignir Freyr Andersen, starfsmaður Víkurverks, segir að þeir hafi viljað láta gott af sér leiða. „Ég sá hann í fréttunum á Stöð 2 og bar svo upp erindið við yfirmann minn. Við eigum nokkur notuð hjólhýsi sem við gætum séð af og yfirmaður minn tók mjög vel í það.“ Vignir Freyr segir að þeir hafi skoðað það hvers konar hjólhýsi myndi henta Kjartani og að þeir hafi lánað honum hjólhýsi sem er með ofnakerfi, svo hægt sé að hafa hita í húsinu þegar kólnar. Eftir að Kjartan og kona hans lentu á götunni þurfti Kjartan og kona hans að senda dóttur hennar í burtu í eitt ár. Kjartan segist nú bjartsýnn fyrir því að geta fengið hana í heimsókn til þeirra í nýja hjólhýsið. „Ég get núna hugsað til þess að fá stelpuna hingað yfir helgi, setið uppréttur og borðað mat með henni, ekki húkandi í tjaldstólum.“ Stúlkan býr nú hjá föður sínum. Kjartan segir að bæði andleg og líkamleg heilsa hans hafi hrakað mikið undanfarnar vikur. „Tjaldið hefur ekki farið vel með mann, kuldinn getur verið mikill. Maður er enn að reyna að berjast.“ Kjartan á bókaðan fund hjá Rauðakrossi Íslands á morgun og vonast til þess geta fengið einhverja hjálp þar.
Tengdar fréttir Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00 Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. 30. ágúst 2017 21:00
Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Hjón sem búa í tjaldi í garðinum hjá kunningjum sínum segja enga lausn á vanda þeirra í sjónmáli. Heilsunni hrakar og tíu ára dóttir þeirra getur ekki verið hjá þeim. En baráttuhugurinn er til staðar og næst á dagskrá er að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir fólki í neðstu stigum samfélagsins. 25. september 2017 20:00