Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. október 2017 19:30 Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira