„Þið ástundið bara ömurlega pólitík“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2017 16:36 Slagsmál milli borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar eru komin út fyrir veggi Ráðhússins og vanda þau hvert öðru ekki kveðjurnar. Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira