Sex manna alsírskri fjölskyldu vísað úr landi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 22:45 Þegar ljósmyndara bar að garði var Haddouche fjölskyldan á leið á Keflavíkurflugvöll í lögreglufylgd. Vísir/Andri Marinó Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar. Flóttamenn Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar.
Flóttamenn Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira