Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár: Mikið hefur dregið úr umsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 20:15 Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira