Segir kunningsskap ráða för við skipan dómara Kristín Ólafsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 4. desember 2017 22:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð, enda sé veitingarvaldið í reynd hjá dómurunum sjálfum. Dómsmálaráðherra ætlar að breyta reglum um störf nefndar sem fjallar um hæfni dómara. Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um það sem hann telur aflaga hafa farið í starfsemi Hæstaréttar Íslands í nýrri bók sinni Með lognið í fangið. Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár og lét af embætti árið 2012. Bókin fjallar þó ekki eingöngu um Hæstarétt. Meðal þess sem Jón Steinar gagnrýnir er aðferðafræði við skipun dómara hér á landi.Jón Steinar Gunnlaugsson segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð.Skjáskot/Stöð 2Sérstök dómnefnd metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti við héraðsdómstólana, Landsrétt og Hæstarétt Íslands samkvæmt lögum um dómstóla. Ef dómsmálaráðherra vill ekki una niðurstöðu nefndarinnar þarf hann að bera ákvörðun sína undir Alþingi. Dæmin sýna að dómsmálaráðherra fer nær aldrei gegn niðurstöðum nefndarinnar. Það gerðist þó fyrr á þessu ári þegar dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt. „Þessi nefnd á að raða mönnum upp í hæfnisröð og ráðherra er óheimilt að skipa þann sem nefndin setur í efsta sæti, nema þá að fara með málið fyrir Alþingi. Og þetta þýðir í raun og veru það að ráðherra er mjög þröngur stakkur skorinn, og tekur ekki einhvern pólitískan slag um þetta nema eitthvað meira en lítið sé að,“ segir Jón Steinar. Formaður dómnefndarinnar er tilnefndur af Hæstarétti. Jón Steinar segir að veitingarvaldið sé í reynd hjá dómurunum sjálfum. Það hafi gerst að hæfustu umsækjendurnir um dómaraembætti hafi ekki fengið framgang því þeir hafi ekki verið nægilega tengdir núverandi dómurum Hæstaréttar. Hann nefnir Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem dæmi en Davíð sótti um dómaraembætti við Hæstarétt árið 2015.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.vísir/ernir„Þá var Karl Axelsson einn svona úr vinahópnum þarna, hann var bara settur í efsta sætið, þótt allir sæju að það væri ranglát niðurröðun. Karl er mjög fínum hæfileikum gæddur, ég er ekkert að gera lítið úr því, en hinn maðurinn stóð honum greinilega framar,“ segir Jón Steinar. „Þetta er bara dæmi um það hvernig þetta virkar, rétturinn virðist helst vilja ráða því hverjir koma inn og þá eru valdir einhverjir vinir, gamlir skólabræður og kunningjar.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að ekki standi til að breyta aðferð við skipun dómara. „Það er nú ekki forgangsatriði að endurskoða þessa skipunarhætti dómara, enda er, eins og menn þekkja, ráðherra heimilt að víkja frá tillögum nefndarinnar. En það liggur hins vegar alveg fyrir að það þarf mögulega að endurskoða eitthvað verklag hæfnisnefndarinnar sem vinnur lögum samkvæmt.“Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar við Jón Steinar Gunnlaugsson má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð, enda sé veitingarvaldið í reynd hjá dómurunum sjálfum. Dómsmálaráðherra ætlar að breyta reglum um störf nefndar sem fjallar um hæfni dómara. Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um það sem hann telur aflaga hafa farið í starfsemi Hæstaréttar Íslands í nýrri bók sinni Með lognið í fangið. Jón Steinar var dómari við réttinn í átta ár og lét af embætti árið 2012. Bókin fjallar þó ekki eingöngu um Hæstarétt. Meðal þess sem Jón Steinar gagnrýnir er aðferðafræði við skipun dómara hér á landi.Jón Steinar Gunnlaugsson segir að núverandi aðferð við skipun dómara sé stórgölluð.Skjáskot/Stöð 2Sérstök dómnefnd metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti við héraðsdómstólana, Landsrétt og Hæstarétt Íslands samkvæmt lögum um dómstóla. Ef dómsmálaráðherra vill ekki una niðurstöðu nefndarinnar þarf hann að bera ákvörðun sína undir Alþingi. Dæmin sýna að dómsmálaráðherra fer nær aldrei gegn niðurstöðum nefndarinnar. Það gerðist þó fyrr á þessu ári þegar dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt. „Þessi nefnd á að raða mönnum upp í hæfnisröð og ráðherra er óheimilt að skipa þann sem nefndin setur í efsta sæti, nema þá að fara með málið fyrir Alþingi. Og þetta þýðir í raun og veru það að ráðherra er mjög þröngur stakkur skorinn, og tekur ekki einhvern pólitískan slag um þetta nema eitthvað meira en lítið sé að,“ segir Jón Steinar. Formaður dómnefndarinnar er tilnefndur af Hæstarétti. Jón Steinar segir að veitingarvaldið sé í reynd hjá dómurunum sjálfum. Það hafi gerst að hæfustu umsækjendurnir um dómaraembætti hafi ekki fengið framgang því þeir hafi ekki verið nægilega tengdir núverandi dómurum Hæstaréttar. Hann nefnir Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem dæmi en Davíð sótti um dómaraembætti við Hæstarétt árið 2015.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.vísir/ernir„Þá var Karl Axelsson einn svona úr vinahópnum þarna, hann var bara settur í efsta sætið, þótt allir sæju að það væri ranglát niðurröðun. Karl er mjög fínum hæfileikum gæddur, ég er ekkert að gera lítið úr því, en hinn maðurinn stóð honum greinilega framar,“ segir Jón Steinar. „Þetta er bara dæmi um það hvernig þetta virkar, rétturinn virðist helst vilja ráða því hverjir koma inn og þá eru valdir einhverjir vinir, gamlir skólabræður og kunningjar.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að ekki standi til að breyta aðferð við skipun dómara. „Það er nú ekki forgangsatriði að endurskoða þessa skipunarhætti dómara, enda er, eins og menn þekkja, ráðherra heimilt að víkja frá tillögum nefndarinnar. En það liggur hins vegar alveg fyrir að það þarf mögulega að endurskoða eitthvað verklag hæfnisnefndarinnar sem vinnur lögum samkvæmt.“Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar við Jón Steinar Gunnlaugsson má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira