Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar. vísir/ernir/heiða Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“ Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“
Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00