Fokheldi fagnað í Hlaðgerðarkoti Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. október 2017 20:30 Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira