Formaður og ritari Framsóknarfélags Skagafjarðar segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 21:36 Formaður og gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar hyggjast þó ekki segja sig úr Framsóknarflokknum sjálfum. Á mynd sést Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins. Vísir/Ernir Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt. Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53