Um skáld þorps og þjóðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 09:30 "Ég hef haldið upp á Jón úr Vör lengi, hann er einn af mínum eftirlætishöfundum,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Fréttablaðið/Vilhelm Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég kafaði dálítið ofan í skáldskapinn hans Jóns úr Vör áður en heildarútgáfa ljóða hans varð að veruleika. Um hann ætla ég að fjalla,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útgefandi, rithöfundur og skáld, um framlag sitt á málþingi sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs í dag og hefst klukkan 13. Það ber yfirskriftina Jón úr Vör – skáld þorps og þjóðar. Auk Aðalsteins Ásbergs verða þau Þorsteinn frá Hamri, Hjörtur Pálsson og Fríða Ísberg þar með innlegg, Þorsteinn og Fríða með ávörp og Hjörtur fjallar um ævi skáldsins. En í upphafi dagskrár verður fimmtán mínútna heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón sýnd. Aðalsteinn Ásberg segir ljóð Jóns úr Vör góða lesningu. Hann á heiðurinn af nýrri og glæsilegri útgáfu ljóðasafns hans í tveimur bindum. Tilefni hvors tveggja, málþingsins og útgáfunnar nú, er það að skáldið hefði orðið 100 ára 21. þessa mánaðar. „Jón úr Vör er skáld af þeirri stærðargráðu að mér fannst við hæfi að safna ljóðum hans saman í heildarútgáfu, það er ákveðinn þráður í æviverkinu og fyrri bækur hans eru orðnar sjaldséðar, jafnvel á bókasöfnum,“ segir Aðalsteinn Ásberg og heldur áfram. „Þorpið, sem kom út 1946, gerði Jón með tímanum þjóðkunnan en mér fannst mikilvægt að aðrar bækur hans stæðu ekki sífellt í skugga þess, það var meðal annars tilgangurinn með því að safna ljóðunum saman. Svo er seinni tíma verkefni að gefa út úrval.“ Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir árlega til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör og eru verðlaun í þeirri keppni jafnan veitt á afmælisdegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins 2017 er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Aðgangur að málþinginu í dag er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Með því lýkur Dögum ljóðsins í Kópavogi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. janúar 2017.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira