Ráðstefnuborgin Reykjavík komin á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:30 Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. vísir/eyþór Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík segir þetta hjálpa til við að kynna borgina enn betur en mikil fjölgun hafi orðið á stórum ráðstefnum í Reykjavík á undanförnum árum. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Business Destination tímaritið veitir Íslendingum verðlaun. harpa fékk verðlaunin í fyrra í hópi ráðstefnuhúsa en árið 2015 fékk fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli verðlaunin í sínum flokki. Í ár er það svo Reykjavíkurborg í heild sem fær þessi verðlaun. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík, eða Meet in Reykjavík, segir að fjöldi ráðstefna með fleiri en þúsund þátttakendum hafi tólffaldast frá því starfsemi hófst í Hörpu.Er þetta mikilvægt? „Þetta skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er í raun staðfesting á getu Reykjavíkurborgar og staðsetningu borgarinnar sem alþjóðleg ráðstefnuborg,“ segir Þorsteinn Örn. Að þessu hafi fjölmargir aðilar unnið árum saman og nú sé það staðfest að Reykjavík sé á heimsmælikvarða í ráðstefnuhaldi. Enda hafi vöxturinn á ráðstefnum verið mikill. „Vöxturinn í fyrra var 21 prósent. Hann hefur að vísu ekki verið þessi þrjátíu til fjörutíu prósent sem heildin hefur verið. En engu að síður margfalt á við það sem gerist í þessum geira. Þarna erum við líka að tala um ferðamenn sem koma jafnt yfir árið. Þeir eyða um helmingi meira hverja gistinótt sem skiptir okkur gríðarlegu máli út frá hagvexti eða út frá tekjum innan greinarinnar,“ segir Þorsteinn Örn. Þá sé þetta til verulegra hagsbóta fyrir háskóla- og fræðasamfélagið og lyfti því upp í alþjóðlegu fræðasamfélagi og iðnaði. Þessi verðlaun nýtist vel við markaðssetningu á Reykjavík. „Þá skiptir okkur miklu máli ef við getum sýnt fram á þessa getu, innviði og faglegheit til að ná fólki hugrænt inn í þá aðstöðu að sjá Ísland, eða Reykjavík, sem góðan áfangastað fyrir ráðstefnur,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður Evrópu af virtu viðskiptatímariti. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík segir þetta hjálpa til við að kynna borgina enn betur en mikil fjölgun hafi orðið á stórum ráðstefnum í Reykjavík á undanförnum árum. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Business Destination tímaritið veitir Íslendingum verðlaun. harpa fékk verðlaunin í fyrra í hópi ráðstefnuhúsa en árið 2015 fékk fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli verðlaunin í sínum flokki. Í ár er það svo Reykjavíkurborg í heild sem fær þessi verðlaun. Framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík, eða Meet in Reykjavík, segir að fjöldi ráðstefna með fleiri en þúsund þátttakendum hafi tólffaldast frá því starfsemi hófst í Hörpu.Er þetta mikilvægt? „Þetta skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er í raun staðfesting á getu Reykjavíkurborgar og staðsetningu borgarinnar sem alþjóðleg ráðstefnuborg,“ segir Þorsteinn Örn. Að þessu hafi fjölmargir aðilar unnið árum saman og nú sé það staðfest að Reykjavík sé á heimsmælikvarða í ráðstefnuhaldi. Enda hafi vöxturinn á ráðstefnum verið mikill. „Vöxturinn í fyrra var 21 prósent. Hann hefur að vísu ekki verið þessi þrjátíu til fjörutíu prósent sem heildin hefur verið. En engu að síður margfalt á við það sem gerist í þessum geira. Þarna erum við líka að tala um ferðamenn sem koma jafnt yfir árið. Þeir eyða um helmingi meira hverja gistinótt sem skiptir okkur gríðarlegu máli út frá hagvexti eða út frá tekjum innan greinarinnar,“ segir Þorsteinn Örn. Þá sé þetta til verulegra hagsbóta fyrir háskóla- og fræðasamfélagið og lyfti því upp í alþjóðlegu fræðasamfélagi og iðnaði. Þessi verðlaun nýtist vel við markaðssetningu á Reykjavík. „Þá skiptir okkur miklu máli ef við getum sýnt fram á þessa getu, innviði og faglegheit til að ná fólki hugrænt inn í þá aðstöðu að sjá Ísland, eða Reykjavík, sem góðan áfangastað fyrir ráðstefnur,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira