Spennandi tökur bókaðar í sumar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. júní 2017 10:00 Tómas Nói Emilsson lék í tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island en hann langaði að kynna sér vinnubrögðin á setti. Sjálfur hefur hann tekið upp verðlaunastuttmynd og myndbönd. Mynd/Eyþór Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira