Hó, hó, hó: Stjörnurnar komnar í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 21:30 Er þetta það jólalegasta sem þið hafið séð í dag? Vísir / Samsett mynd Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári. Jól Jólaskraut Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári.
Jól Jólaskraut Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira