Hó, hó, hó: Stjörnurnar komnar í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 21:30 Er þetta það jólalegasta sem þið hafið séð í dag? Vísir / Samsett mynd Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári. Jól Jólaskraut Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári.
Jól Jólaskraut Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira