Velferðarráðuneytið hnýtir í Barnaverndarstofu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 15:18 Velferðarráðuneytið segir það ekki rétt sem Barnaverndarstofa haldi fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn er snúa að "meintum“ kvörtunum barnaverndarnefnda í garð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. vísir/valli Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00