Polanski tjáði sig um nauðgunarmálið: „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 18:05 Pólski leikstjórinn flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira