Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 12:33 Brosmildir ráðherrar þegar ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum í janúar síðastliðnum. Visir/Anton Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira