Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 12:33 Brosmildir ráðherrar þegar ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum í janúar síðastliðnum. Visir/Anton Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira