Sigurður Ingi hjólar í bakþankahöfund Fréttablaðsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 13:54 Þórarinn er ekki sáttur við Framsókn og formaður Framsóknar er ekki ánægður með Þórarin. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist ekki á allt sáttur við Þórarin Þórarinsson, bakþankahöfund Fréttablaðsins, fyrir pistil hans í dag. Hann spyr hversu lágt sé hægt að leggjast í skrifum þegar fólk talar um að útiloka fjöldahreyfingu 12 þúsund manns. Í bakþönkum sínum í dag skrifar Þórarinn um raunir sínar tengdar Framsóknarflokknum, sem hann kallar hundrað ára meinsemd. „Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður,“ skrifar Þórarinn.Sjá einnig:Framsókn og ég Hann segist aldrei hafa skráður í Framsóknarflokkinn en að hann hafi engu að síður fæðst inn í hann og eytt allri ævinni í að sverja hann af sér. „Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími.“ Þá segir Þórarinn að fólk ætti að gefa Framsóknarflokknum frí svo hann geti átt áhyggjulaust ævikvöld. „Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn.“Engin framþróun án rökræðu Eitthvað virðist pistill Þórarins hafa farið öfugt ofan í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins. „Hversu lágt er hægt að leggjast í skrifum þegar menn tala um að útiloka stjórnmálaafl, fjöldahreyfingu, 12.000 manns frá því að eiga þátt í að móta sameiginlega framtíð okkar Íslendinga?“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook síðu sinni. „Hvar er umburðarlyndið fyrir ólíkum skoðunum og lífsviðhorfum? Hvert erum við eiginlega komin sem þjóð þegar baksíða þess blaðs, sem auglýsir sig „sem mest lesna blað landsins“ birtir grein um að „losna við“ slíka fjöldahreyfingu. Hvaða hóp á næst að „losna við“?“ Hann segir að sá sem skrifi slíkt þekki ekki Framsóknarflokkinn og því aldrei kynnst því góða fólki sem í honum er. „Þeir sem hafa valið að starfa í Framsóknarflokkum vilja standa vörð um lýðræðið og setja manninn og velferð hans í öndvegi. Fólk velur að fara í flokksstarf til að starfa að ákveðnum hugsjónum. Það þýðir ekki að við þurfum að vera sammála um alla skapaða hluti, án rökræðunnar verður engin framþróun. Við sem í flokknum erum tökum málefnalegar umræður og komust að niðurstöðu og göngum óhikað til verks til að vinna að markmiðum um að bæta samfélagið fyrir fólkið í landinu. Sá sem slíkt skrifar þekkir ekki samofna sögu framþróunar íslensks samfélags og framlag Framsóknarflokksins á þeirri braut,“ skrifar Sigurður Ingi. „Það er dapurlegt að sjá að í huga viðkomandi sé ekki pláss fyrir fjölbreytt samfélag sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum.“Færslu Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist ekki á allt sáttur við Þórarin Þórarinsson, bakþankahöfund Fréttablaðsins, fyrir pistil hans í dag. Hann spyr hversu lágt sé hægt að leggjast í skrifum þegar fólk talar um að útiloka fjöldahreyfingu 12 þúsund manns. Í bakþönkum sínum í dag skrifar Þórarinn um raunir sínar tengdar Framsóknarflokknum, sem hann kallar hundrað ára meinsemd. „Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður,“ skrifar Þórarinn.Sjá einnig:Framsókn og ég Hann segist aldrei hafa skráður í Framsóknarflokkinn en að hann hafi engu að síður fæðst inn í hann og eytt allri ævinni í að sverja hann af sér. „Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími.“ Þá segir Þórarinn að fólk ætti að gefa Framsóknarflokknum frí svo hann geti átt áhyggjulaust ævikvöld. „Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn.“Engin framþróun án rökræðu Eitthvað virðist pistill Þórarins hafa farið öfugt ofan í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins. „Hversu lágt er hægt að leggjast í skrifum þegar menn tala um að útiloka stjórnmálaafl, fjöldahreyfingu, 12.000 manns frá því að eiga þátt í að móta sameiginlega framtíð okkar Íslendinga?“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook síðu sinni. „Hvar er umburðarlyndið fyrir ólíkum skoðunum og lífsviðhorfum? Hvert erum við eiginlega komin sem þjóð þegar baksíða þess blaðs, sem auglýsir sig „sem mest lesna blað landsins“ birtir grein um að „losna við“ slíka fjöldahreyfingu. Hvaða hóp á næst að „losna við“?“ Hann segir að sá sem skrifi slíkt þekki ekki Framsóknarflokkinn og því aldrei kynnst því góða fólki sem í honum er. „Þeir sem hafa valið að starfa í Framsóknarflokkum vilja standa vörð um lýðræðið og setja manninn og velferð hans í öndvegi. Fólk velur að fara í flokksstarf til að starfa að ákveðnum hugsjónum. Það þýðir ekki að við þurfum að vera sammála um alla skapaða hluti, án rökræðunnar verður engin framþróun. Við sem í flokknum erum tökum málefnalegar umræður og komust að niðurstöðu og göngum óhikað til verks til að vinna að markmiðum um að bæta samfélagið fyrir fólkið í landinu. Sá sem slíkt skrifar þekkir ekki samofna sögu framþróunar íslensks samfélags og framlag Framsóknarflokksins á þeirri braut,“ skrifar Sigurður Ingi. „Það er dapurlegt að sjá að í huga viðkomandi sé ekki pláss fyrir fjölbreytt samfélag sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum.“Færslu Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira