Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:59 Að sögn Kristjáns B. starfar Kristín Helga formaður Rithöfundasambandsins og hennar fólk að baki læstum dyrum með öryggishnapp sér til halds og trausts. Eiríkur Örn vill fá að vita hver á vegum sambandsins sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira