Samtökin '78 hafna samstarfi við Kára Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2017 05:00 Formaður Samtakanna 78 óttast að erfðafræðirannsóknir á hinsegin fólki muni jafnvel leiða til hreinsana á samkynhneigðum fóstrum og hinseginbælingu barna. vísir/vilhelm „Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
„Það eru enn 74 þjóðríki í heiminum þar sem samkynhneigð varðar við lög, og sums staðar við dauðarefsingu. Það að hægt væri að flokka fólk genetískt eftir kynhneigð myndi skapa þekkingu sem er í raun valdatæki sem hægt væri að beita gegn hinsegin fólki. Það eru yfirvöld víða um heim sem myndu ekki hika við að beita erfðahreinsunum til að útrýma óæskilegu fólki úr samfélaginu,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78. Á aðalfundi samtakanna á laugardag var beiðni Íslenskrar erfðagreiningar um samvinnu við erfðafræðirannsókn á kynhneigð hafnað einróma.María Helga Guðmundsdóttir.vísir/anton brinkMaría segir að niðurstaða fundarins hafi verið að slík rannsókn stríði gegn markmiðum samtakanna, sem séu að standa vörð um hagsmuni og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Yfirgnæfandi líkur séu á að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar gegn hinsegin fólki, þó það eigi ekki við um Ísland. „Ef maður hefur sæmilega góða samvisku er erfitt að gera sér í hugarlund að einhver myndi taka þá vitneskju að manneskja sé hinsegin frá náttúrunnar hendi og nota til að útrýma þeim úr mannkyninu. En þetta er gert við ekki flóknari erfðafræðilegan breytileika en karlkyn og kvenkyn. Það eru svæði í heiminum þar sem 15% færri stúlkubörn fæðast en eðlilegt er miðað við tíðni XX og XY litninga.“ Þá segir hún að víða þekkist það sem á íslensku útleggst sem hinseginbæling barna, en er í daglegu tali kallað afhommun. „Ég hef ekki áhyggjur af því að á Íslandi yrði skorin upp herör gegn samkynhneigð og hér yrði stunduð afhommun og aflessun. Við erum komin lengra en það. En það er réttindabaráttan sem kom okkur þangað, ekki þekking á erfðafræðinni. Við það að við getum vitað kyn barna fyrir fæðingu hefur ekki unnist einn einasti áfangasigur í réttindabaráttu kvenna.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að afstaða samtakanna þýði að ekkert verði af rannsókninni. „Þar sem þetta eru samtök sem hlúa að fólki sem hefur átt undir högg að sækja í íslensku samfélagi, þá finnst mér alveg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekkert af þessari gerð gegn vilja samtakanna.“ Hann segir að rannsóknin hefði þó ekki verið neitt ólík þeim rannsóknum sem alla jafna eru gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. „En hún lýtur að tiltölulega viðkvæmu máli sem er „sexual orientation“. Ekki má þó gleyma því að allar tilfinningar eiga rætur sínar í heilanum. Heilinn, eins og öll önnur líffæri, er búinn til á grundvelli upplýsinga sem liggja í DNA. Öll hegðun lýtur þannig að mörgu leyti sömu lögmálum og blóðþrýstingur, hæð og líkamsþyngd. Ég veit að það er ekki mjög rómantísk sýn á lífið en svona er það bara.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira