Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 11:00 Kvenborgararnir eru meðal annars úr smiðju Sóleyjar Tómasdóttur, Sölku Sólar Eyfeld og Bylgju Babýlons. Vísir/Samsett Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017 Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017
Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30