Sigurður Ingi minnist foreldra sinna sem fórust í umferðarslysi Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 13:51 Sigurður Ingi var við nám úti í Kaupmannahöfn, fyrir þrjátíu árum, þegar honum barst símtal sem færði honum hin skelfilegu tíðindi. visir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“ Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira