Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Anton Egilsson skrifar 27. desember 2017 12:36 Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira