Iðnmenntaðir oft og tíðum á hærri launum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00