1549 einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:45 Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Vísir Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Fyrsta banaslysið í umferð á Íslandi varð þann 28. ágúst árið 1915. Í dag hafa alls 1549 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi. Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa fyrir athöfn á morgun í tilefni af minningardeginum, að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Jóni Gunnarsyni ráðherra sveitastjórnar- og samgöngumála, við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Auk þess verður fjöldi viðbragðsaðila og starfsfólks Bráðamóttöku Landspítalans viðstödd athöfnina sem hefst klukkan 11. „Þessi dagur er ekki hvað síst til að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Eru þessum starfsstéttum færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyrir að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar lendi á þyrlupalli bráðamóttökunnar rétt fyrir athöfnina og verður ökutækjum viðbragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna lögreglubíla og -bifhjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitarbíla og fleiri,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Kynningarspjald viðburðarins var opinberað þann 1. nóvember 2017 en þar kemur fram að 1545 hafi látist í umferðinni. Á þessum átján dögum síðan hafa fjórir látist í viðbót í umferðinni.Einnar mínútu þögn verður á minningarathöfninni klukkan 11:15. Aðstandendur og aðrir sem minnast vilja þeirra sem hafa látist í umferðarslysum eru velkomnir á minningarstundina. Viðstöddum verður í framhaldinu boðin hressing í bílageymslu bráðamóttökunnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt eru hvattir til að sýna viðeigandi hluttekningu þennan dag, hvar sem þeir eru staddir. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Á morgun er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Fyrsta banaslysið í umferð á Íslandi varð þann 28. ágúst árið 1915. Í dag hafa alls 1549 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi. Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa fyrir athöfn á morgun í tilefni af minningardeginum, að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Jóni Gunnarsyni ráðherra sveitastjórnar- og samgöngumála, við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Auk þess verður fjöldi viðbragðsaðila og starfsfólks Bráðamóttöku Landspítalans viðstödd athöfnina sem hefst klukkan 11. „Þessi dagur er ekki hvað síst til að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Eru þessum starfsstéttum færðar þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyrir að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar lendi á þyrlupalli bráðamóttökunnar rétt fyrir athöfnina og verður ökutækjum viðbragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna lögreglubíla og -bifhjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitarbíla og fleiri,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Kynningarspjald viðburðarins var opinberað þann 1. nóvember 2017 en þar kemur fram að 1545 hafi látist í umferðinni. Á þessum átján dögum síðan hafa fjórir látist í viðbót í umferðinni.Einnar mínútu þögn verður á minningarathöfninni klukkan 11:15. Aðstandendur og aðrir sem minnast vilja þeirra sem hafa látist í umferðarslysum eru velkomnir á minningarstundina. Viðstöddum verður í framhaldinu boðin hressing í bílageymslu bráðamóttökunnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt eru hvattir til að sýna viðeigandi hluttekningu þennan dag, hvar sem þeir eru staddir.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent