Davíð segist ekki hafa vitað af upptökunni: „Hefði þá verið fágaðri í talmáli“ Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 13:33 Afrit af símtalinu margrædda var birt í dag í Morgunblaðinu, sem Davíð stýrir. Vísir/Ernir „Það er merkilegt á tímum, þegar svo mörgu ómerkilegu er lekið að þetta stutta samtal hafi ekki birst,“ segir Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um samtal sitt og Geirs H. Haarde. Hingað til hefur Geir H. Haarde ekki samþykkt birtingu samtalsins en fjölmiðlar hafa lengi kallað eftir opinberun þess. Davíð, sem talar um sjálfan sig í þriðju persónu, segir að fjölmargir hafi haft samtalið undir höndum, annað hvort endurritaða hljóðupptöku eða uppskrift. Samtalið, sem átti sér stað sama dag og neyðarlögin voru sett, var birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins. Símtalið fjallaði um lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautarvaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Í samtalinu segir Davíð að hann búist ekki við því að fá þessa peninga til baka. „Þeir segja að þeir umi borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja,“ segir Davíð í símtalinu. Hann segir einnig að fjárlaganefnd undir forystu Björns Vals Gíslasonar hafi rætt það heilan vetur hvort það væri ekki brýnasta mál þjóðarinnar að fá samtalið birt. Davíð var formaður bankastjórnar Seðlabankans á þessum tíma og undrast á því að hafa aldrei verið boðaður í viðtal vegna samtalsins. „Fyrrverandi formaður bankastjórnar SÍ var aldrei boðaður til þessarar þrotlausu umræðu. Hann var þó annar af aðeins tveimur sem örugglega vissi eitthvað um þetta samtal. Hvers vegna var hann aldrei boðaður? Var það vegna þess að hann hefði aðeins þurft að stoppa í fimm mínútur til að segja að sjálfsagt væri að birta þetta samtal.“Segist ekki hafa verið meðvitaður um upptökuna Davíð segir að tími hafi verið kominn til að birta samtal hans og Geirs. Þó hefur því verið hafnað hingað til að birta samtalið og í síðasta mánuði stefndi Kjarninn miðlar, móðurfélag Kjarnans, Seðlabanka Íslands og fór fram á að ógilt yrði ákvörðun bankans að hafna kröfu Kjarnans um aðgag að símtalinu. „Þá kemur væntanlega í ljós að samtalið er ekki sú sprengja sem menn voru búnir að ímynda sér. Augljóst er að formaður bankastjórnarinnar hefur ekki verið meðvitaður um að samtalið var tekið upp,“ segir Davíð og bætir við að þá hefði hann verið faglegri í talmáli sínu og vísar þá líklega til þess að á einum stað í samtalinu umrædda segir Davíð „við erum að fara alveg niður að rassgati“. Þrátt fyrir að Davíð segist ekki hafa verið meðvitaður um það að símtalið væri tekið upp kom fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans að Davíð hafi sérstaklega skipt um síma til að geta hljóðritað samtalið. Umræddur starfsmaður varð vitni að símtalinu. Tengdar fréttir Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
„Það er merkilegt á tímum, þegar svo mörgu ómerkilegu er lekið að þetta stutta samtal hafi ekki birst,“ segir Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um samtal sitt og Geirs H. Haarde. Hingað til hefur Geir H. Haarde ekki samþykkt birtingu samtalsins en fjölmiðlar hafa lengi kallað eftir opinberun þess. Davíð, sem talar um sjálfan sig í þriðju persónu, segir að fjölmargir hafi haft samtalið undir höndum, annað hvort endurritaða hljóðupptöku eða uppskrift. Samtalið, sem átti sér stað sama dag og neyðarlögin voru sett, var birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins. Símtalið fjallaði um lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautarvaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Í samtalinu segir Davíð að hann búist ekki við því að fá þessa peninga til baka. „Þeir segja að þeir umi borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja,“ segir Davíð í símtalinu. Hann segir einnig að fjárlaganefnd undir forystu Björns Vals Gíslasonar hafi rætt það heilan vetur hvort það væri ekki brýnasta mál þjóðarinnar að fá samtalið birt. Davíð var formaður bankastjórnar Seðlabankans á þessum tíma og undrast á því að hafa aldrei verið boðaður í viðtal vegna samtalsins. „Fyrrverandi formaður bankastjórnar SÍ var aldrei boðaður til þessarar þrotlausu umræðu. Hann var þó annar af aðeins tveimur sem örugglega vissi eitthvað um þetta samtal. Hvers vegna var hann aldrei boðaður? Var það vegna þess að hann hefði aðeins þurft að stoppa í fimm mínútur til að segja að sjálfsagt væri að birta þetta samtal.“Segist ekki hafa verið meðvitaður um upptökuna Davíð segir að tími hafi verið kominn til að birta samtal hans og Geirs. Þó hefur því verið hafnað hingað til að birta samtalið og í síðasta mánuði stefndi Kjarninn miðlar, móðurfélag Kjarnans, Seðlabanka Íslands og fór fram á að ógilt yrði ákvörðun bankans að hafna kröfu Kjarnans um aðgag að símtalinu. „Þá kemur væntanlega í ljós að samtalið er ekki sú sprengja sem menn voru búnir að ímynda sér. Augljóst er að formaður bankastjórnarinnar hefur ekki verið meðvitaður um að samtalið var tekið upp,“ segir Davíð og bætir við að þá hefði hann verið faglegri í talmáli sínu og vísar þá líklega til þess að á einum stað í samtalinu umrædda segir Davíð „við erum að fara alveg niður að rassgati“. Þrátt fyrir að Davíð segist ekki hafa verið meðvitaður um það að símtalið væri tekið upp kom fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans að Davíð hafi sérstaklega skipt um síma til að geta hljóðritað samtalið. Umræddur starfsmaður varð vitni að símtalinu.
Tengdar fréttir Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Endurrit af símtali Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, hefur nú verið opinberað í fyrsta skipti. 18. nóvember 2017 08:00
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30