Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira