Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Sigmund Davíð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 21:00 Hin mörgu andlit Sigmundar. Vísir / Samsett mynd Alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur setið á þingi um árabil og meðal annars gegnt embætti forsætisráðherra. En það er ýmislegt sem fólk ef til vill veit ekki um Sigmund Davíð og því fór Lífið á stúfana og grúskaði í fortíð hans á léttum nótum. David, Sigmundur og Tiger.Vísir / Samsett mynd 1. Jafn gamall og David Beckham og Tiger Woods Sigmundur Davíð er fæddur í Reykjavík þann 12. mars árið 1975, sem þýðir að hann fagnar 43ja ára afmæli sínu á næsta ári. Margt merkisfólk er fætt sama ár og Sigmundur Davíð. Fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir og pólitíkusinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru báðar fæddar árið 1975, sem og Jónsi í Sigur Rós. Á erlendum vettvangi ber að nefna að bandarísku leikkonurnar Eva Longoria og Angelina Jolie eru einnig fæddar þetta herrans ár. Svo má ekki gleyma fótboltakappanum David Beckham og golfaranum Tiger Woods, sem báðir fæddust árið 1975. Jón Ólafs kynþokkafyllstur.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Tapaði fyrir tónlistarmanni Sigmundur Davíð vermdi þriðja sætið í kosningu Rásar 2 um kynþokkafyllsta mann ársins 2004. Sigurvegari það árið var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson en í öðru sæti var Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík. Í fjórða sæti hafnaði Idol-stjarnan Kalli Bjarni og í því fimmta var Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur. Aðrir sem komust á topp tíu listann voru Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður, Jónsi í Svörtum fötum, Sigfús Sigurðsson, handboltamaður og Idol-stjarnan Jón Sigurðsson. Bless Ísland, hæ Oxford.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Tekur ekki þátt í stjórnmálum Það dró til tíðinda í lífi Sigmundar Davíðs í ágúst árið 2004 þegar hann fékk styrk frá breska utanríkisráðuneytinu til að stunda nám við Oxford-háskóla. Í viðtali við DV sagðist Sigmundur vera spenntur fyrir skólavistinni. Aðspurður um tengingu sína við stjórnmál, í ljósi þess að hann væri sonur Framsóknarmannsins Gunnlaugs Sigmundssonar, sagði Sigmundur: „Ég tek ekki þátt í stjórnmálum og hef aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki.“ Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknarflokksins tæpum fimm árum síðar, í janúar árið 2009. Steggjun aldarinnar?Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Steggjaði Loga Bergmann Sigmundur Davíð var einn þeirra sem steggjuðu sjónvarpsmanninn Loga Bergmann áður en hann kvæntist Svanhildi Hólm, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, árið 2005. Samkvæmt frétt DV var mikið stuð á steggjunarhópnum, en ásamt Sigmundi voru það meðal annars Gísli Marteinn Baldursson, Ásgeir Kolbeinsson og Þorfinnur Ómarsson sem sáu um skipuleggja daginn fyrir Loga. Mikil leynd var yfir steggjuninni en þó náðist að staðfesta að Logi hafi farið í listflug á þessum eftirminnilega degi. Sigmundur á einlægum nótum.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Kynntust í gamlárspartí Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau saman eina dóttur. DV birti einlægt viðtal við Sigmund stuttu eftir að hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Þá voru þau Anna Sigurlaug enn barnlaus en Sigmundur sagði þau finna fyrir pressu frá öðrum fjölskyldumeðlimum um að fjölga mannkyninu. Aðspurður hvernig hann hefði kynnst draumadísinni, sagði Sigmundur þá sögu frekar stutta en sæta. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan.“ Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur setið á þingi um árabil og meðal annars gegnt embætti forsætisráðherra. En það er ýmislegt sem fólk ef til vill veit ekki um Sigmund Davíð og því fór Lífið á stúfana og grúskaði í fortíð hans á léttum nótum. David, Sigmundur og Tiger.Vísir / Samsett mynd 1. Jafn gamall og David Beckham og Tiger Woods Sigmundur Davíð er fæddur í Reykjavík þann 12. mars árið 1975, sem þýðir að hann fagnar 43ja ára afmæli sínu á næsta ári. Margt merkisfólk er fætt sama ár og Sigmundur Davíð. Fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir og pólitíkusinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru báðar fæddar árið 1975, sem og Jónsi í Sigur Rós. Á erlendum vettvangi ber að nefna að bandarísku leikkonurnar Eva Longoria og Angelina Jolie eru einnig fæddar þetta herrans ár. Svo má ekki gleyma fótboltakappanum David Beckham og golfaranum Tiger Woods, sem báðir fæddust árið 1975. Jón Ólafs kynþokkafyllstur.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Tapaði fyrir tónlistarmanni Sigmundur Davíð vermdi þriðja sætið í kosningu Rásar 2 um kynþokkafyllsta mann ársins 2004. Sigurvegari það árið var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson en í öðru sæti var Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík. Í fjórða sæti hafnaði Idol-stjarnan Kalli Bjarni og í því fimmta var Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur. Aðrir sem komust á topp tíu listann voru Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður, Jónsi í Svörtum fötum, Sigfús Sigurðsson, handboltamaður og Idol-stjarnan Jón Sigurðsson. Bless Ísland, hæ Oxford.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Tekur ekki þátt í stjórnmálum Það dró til tíðinda í lífi Sigmundar Davíðs í ágúst árið 2004 þegar hann fékk styrk frá breska utanríkisráðuneytinu til að stunda nám við Oxford-háskóla. Í viðtali við DV sagðist Sigmundur vera spenntur fyrir skólavistinni. Aðspurður um tengingu sína við stjórnmál, í ljósi þess að hann væri sonur Framsóknarmannsins Gunnlaugs Sigmundssonar, sagði Sigmundur: „Ég tek ekki þátt í stjórnmálum og hef aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki.“ Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknarflokksins tæpum fimm árum síðar, í janúar árið 2009. Steggjun aldarinnar?Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Steggjaði Loga Bergmann Sigmundur Davíð var einn þeirra sem steggjuðu sjónvarpsmanninn Loga Bergmann áður en hann kvæntist Svanhildi Hólm, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, árið 2005. Samkvæmt frétt DV var mikið stuð á steggjunarhópnum, en ásamt Sigmundi voru það meðal annars Gísli Marteinn Baldursson, Ásgeir Kolbeinsson og Þorfinnur Ómarsson sem sáu um skipuleggja daginn fyrir Loga. Mikil leynd var yfir steggjuninni en þó náðist að staðfesta að Logi hafi farið í listflug á þessum eftirminnilega degi. Sigmundur á einlægum nótum.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Kynntust í gamlárspartí Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau saman eina dóttur. DV birti einlægt viðtal við Sigmund stuttu eftir að hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Þá voru þau Anna Sigurlaug enn barnlaus en Sigmundur sagði þau finna fyrir pressu frá öðrum fjölskyldumeðlimum um að fjölga mannkyninu. Aðspurður hvernig hann hefði kynnst draumadísinni, sagði Sigmundur þá sögu frekar stutta en sæta. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan.“
Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30