Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Sigmund Davíð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 21:00 Hin mörgu andlit Sigmundar. Vísir / Samsett mynd Alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur setið á þingi um árabil og meðal annars gegnt embætti forsætisráðherra. En það er ýmislegt sem fólk ef til vill veit ekki um Sigmund Davíð og því fór Lífið á stúfana og grúskaði í fortíð hans á léttum nótum. David, Sigmundur og Tiger.Vísir / Samsett mynd 1. Jafn gamall og David Beckham og Tiger Woods Sigmundur Davíð er fæddur í Reykjavík þann 12. mars árið 1975, sem þýðir að hann fagnar 43ja ára afmæli sínu á næsta ári. Margt merkisfólk er fætt sama ár og Sigmundur Davíð. Fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir og pólitíkusinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru báðar fæddar árið 1975, sem og Jónsi í Sigur Rós. Á erlendum vettvangi ber að nefna að bandarísku leikkonurnar Eva Longoria og Angelina Jolie eru einnig fæddar þetta herrans ár. Svo má ekki gleyma fótboltakappanum David Beckham og golfaranum Tiger Woods, sem báðir fæddust árið 1975. Jón Ólafs kynþokkafyllstur.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Tapaði fyrir tónlistarmanni Sigmundur Davíð vermdi þriðja sætið í kosningu Rásar 2 um kynþokkafyllsta mann ársins 2004. Sigurvegari það árið var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson en í öðru sæti var Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík. Í fjórða sæti hafnaði Idol-stjarnan Kalli Bjarni og í því fimmta var Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur. Aðrir sem komust á topp tíu listann voru Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður, Jónsi í Svörtum fötum, Sigfús Sigurðsson, handboltamaður og Idol-stjarnan Jón Sigurðsson. Bless Ísland, hæ Oxford.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Tekur ekki þátt í stjórnmálum Það dró til tíðinda í lífi Sigmundar Davíðs í ágúst árið 2004 þegar hann fékk styrk frá breska utanríkisráðuneytinu til að stunda nám við Oxford-háskóla. Í viðtali við DV sagðist Sigmundur vera spenntur fyrir skólavistinni. Aðspurður um tengingu sína við stjórnmál, í ljósi þess að hann væri sonur Framsóknarmannsins Gunnlaugs Sigmundssonar, sagði Sigmundur: „Ég tek ekki þátt í stjórnmálum og hef aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki.“ Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknarflokksins tæpum fimm árum síðar, í janúar árið 2009. Steggjun aldarinnar?Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Steggjaði Loga Bergmann Sigmundur Davíð var einn þeirra sem steggjuðu sjónvarpsmanninn Loga Bergmann áður en hann kvæntist Svanhildi Hólm, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, árið 2005. Samkvæmt frétt DV var mikið stuð á steggjunarhópnum, en ásamt Sigmundi voru það meðal annars Gísli Marteinn Baldursson, Ásgeir Kolbeinsson og Þorfinnur Ómarsson sem sáu um skipuleggja daginn fyrir Loga. Mikil leynd var yfir steggjuninni en þó náðist að staðfesta að Logi hafi farið í listflug á þessum eftirminnilega degi. Sigmundur á einlægum nótum.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Kynntust í gamlárspartí Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau saman eina dóttur. DV birti einlægt viðtal við Sigmund stuttu eftir að hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Þá voru þau Anna Sigurlaug enn barnlaus en Sigmundur sagði þau finna fyrir pressu frá öðrum fjölskyldumeðlimum um að fjölga mannkyninu. Aðspurður hvernig hann hefði kynnst draumadísinni, sagði Sigmundur þá sögu frekar stutta en sæta. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan.“ Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur setið á þingi um árabil og meðal annars gegnt embætti forsætisráðherra. En það er ýmislegt sem fólk ef til vill veit ekki um Sigmund Davíð og því fór Lífið á stúfana og grúskaði í fortíð hans á léttum nótum. David, Sigmundur og Tiger.Vísir / Samsett mynd 1. Jafn gamall og David Beckham og Tiger Woods Sigmundur Davíð er fæddur í Reykjavík þann 12. mars árið 1975, sem þýðir að hann fagnar 43ja ára afmæli sínu á næsta ári. Margt merkisfólk er fætt sama ár og Sigmundur Davíð. Fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir og pólitíkusinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru báðar fæddar árið 1975, sem og Jónsi í Sigur Rós. Á erlendum vettvangi ber að nefna að bandarísku leikkonurnar Eva Longoria og Angelina Jolie eru einnig fæddar þetta herrans ár. Svo má ekki gleyma fótboltakappanum David Beckham og golfaranum Tiger Woods, sem báðir fæddust árið 1975. Jón Ólafs kynþokkafyllstur.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Tapaði fyrir tónlistarmanni Sigmundur Davíð vermdi þriðja sætið í kosningu Rásar 2 um kynþokkafyllsta mann ársins 2004. Sigurvegari það árið var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson en í öðru sæti var Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík. Í fjórða sæti hafnaði Idol-stjarnan Kalli Bjarni og í því fimmta var Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur. Aðrir sem komust á topp tíu listann voru Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur, Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður, Jónsi í Svörtum fötum, Sigfús Sigurðsson, handboltamaður og Idol-stjarnan Jón Sigurðsson. Bless Ísland, hæ Oxford.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Tekur ekki þátt í stjórnmálum Það dró til tíðinda í lífi Sigmundar Davíðs í ágúst árið 2004 þegar hann fékk styrk frá breska utanríkisráðuneytinu til að stunda nám við Oxford-háskóla. Í viðtali við DV sagðist Sigmundur vera spenntur fyrir skólavistinni. Aðspurður um tengingu sína við stjórnmál, í ljósi þess að hann væri sonur Framsóknarmannsins Gunnlaugs Sigmundssonar, sagði Sigmundur: „Ég tek ekki þátt í stjórnmálum og hef aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki.“ Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknarflokksins tæpum fimm árum síðar, í janúar árið 2009. Steggjun aldarinnar?Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Steggjaði Loga Bergmann Sigmundur Davíð var einn þeirra sem steggjuðu sjónvarpsmanninn Loga Bergmann áður en hann kvæntist Svanhildi Hólm, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar, árið 2005. Samkvæmt frétt DV var mikið stuð á steggjunarhópnum, en ásamt Sigmundi voru það meðal annars Gísli Marteinn Baldursson, Ásgeir Kolbeinsson og Þorfinnur Ómarsson sem sáu um skipuleggja daginn fyrir Loga. Mikil leynd var yfir steggjuninni en þó náðist að staðfesta að Logi hafi farið í listflug á þessum eftirminnilega degi. Sigmundur á einlægum nótum.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Kynntust í gamlárspartí Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau saman eina dóttur. DV birti einlægt viðtal við Sigmund stuttu eftir að hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Þá voru þau Anna Sigurlaug enn barnlaus en Sigmundur sagði þau finna fyrir pressu frá öðrum fjölskyldumeðlimum um að fjölga mannkyninu. Aðspurður hvernig hann hefði kynnst draumadísinni, sagði Sigmundur þá sögu frekar stutta en sæta. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan.“
Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Birgittu Haukdal Flétturnar, vinsældir á Íslendingabók og dúkkan sem þótti ekkert líkjast henni. 14. desember 2017 20:30
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Þegar "femínistar“ mótmæltu fegurðarsamkeppni Ísdrottningarinnar. 4. desember 2017 19:30