Risahótel á Hlíðarenda úr einingum frá Kína Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2017 06:00 Lóðin sem O1 ehf. á að Hlíðarenda og vill nota undir hótel með mesta fjölda herbergja á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Brink skipulagsmál Hótel með 446 herbergjum sem áform eru um að reisa á Hlíðarenda verður að stórum hluta gert úr einingum á stálgrindum sem flytja á inn frá Kína. Hótelið yrði það stærsta á landinu, talsvert stærra en Fosshótel á Höfðatorgi. Væri fjórar hæðir og kjallari á samtals 17.500 fermetrum. Lóðin er í horni Hlíðarendalandsins þar sem Nauthólsvegur og Hringbraut mætast. „Málið hefur verið lagt inn sem fyrirspurn og þar erum við,“ segir Páll Gunnlaugsson, arktiekt og hönnuður hótelsins, um stöðu verkefnisins.Framleiðslulína eininganna hjá CIMC í Kína. Gámar eru framleiddir í annarri línu sem CIMC er með.Hótelið verður kjallari og fjórar hæðir og að mestu byggt úr stöðluðum einingum frá fyrirtækinu CIMC-MBS í Guangdong-héraði í Kína. „Verksmiðjan er á eyju í Shize hafi og þaðan verða einingar fluttar með pramma í uppskipunarhöfn í Hong Kong,“ segir í greinargerð með málinu þar sem ítarlega er farið yfir gerð eininganna, flutninga þeirra og meðhöndlun. „Það verða flutt inn fullbúin herbergi,“ segir Páll. Aðspurður hvernig byggingaraðferðin takmarki möguleika hans sem arkitekts segir hann aðferðina ekki binda hendur sínar. „Ég held að það sé alveg ofmetið að arkitektar vilji alltaf hafa eitthvert rosalegt frelsi, þannig séð. Þetta eru náttúrlega bara herbergi eins og öll hótel eru. Svo er það matrixa að raða þessu saman þannig að þetta verði spennandi og uppfylli kröfur skipulags og slíkt.“ Um er að ræða aðferð sem ekki hefur verið beitt hér áður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í áfangaumsögn, að sögn Páls, sagt að byggingaraðferðin sé í lagi. „Þeir gera engar sérstakar athugasemdir. Þeir vilja skoða hvort gluggarnir standist slagveður og það er fullur skilningur á því.“Kínversku einingarnar eru sjálfberandi upp í sextán hæðir. Hótelið á Hlíðarenda yrði aðeins fjórar hæðir.Meðal þess sem Páll óskar eftir í erindi sínu er að borgin falli frá kvöð sem er á svæðinu um að gras sé á þaki bygginga. „Okkar byggingaraðferð gerir það að verkum að við þyrftum að búa til nýtt þak og það er flókin aðgerð að vera með svona þungt þak. Þess vegna erum við að biðjast undan því,“ útskýrir hann. Ekkert liggur fyrir um hver myndi reka hótelið sem hannað er sem þriggja eða fjögurra stjörnu hótel með mismunandi vistarverum, móttöku, veitingasal og þess háttar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það félag að nafni O1 ehf. sem eignaðist umrædda lóð í byrjun þessa árs. Að baki því félagi eru Jóhann Halldórsson og Valgerður Margrét Backman. Jóhann kveðst ekkert vilja tjá sig um hótelverkefnið. Það er nú til skoðunar hjá verkefnisstjóra á skipulagssviði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
skipulagsmál Hótel með 446 herbergjum sem áform eru um að reisa á Hlíðarenda verður að stórum hluta gert úr einingum á stálgrindum sem flytja á inn frá Kína. Hótelið yrði það stærsta á landinu, talsvert stærra en Fosshótel á Höfðatorgi. Væri fjórar hæðir og kjallari á samtals 17.500 fermetrum. Lóðin er í horni Hlíðarendalandsins þar sem Nauthólsvegur og Hringbraut mætast. „Málið hefur verið lagt inn sem fyrirspurn og þar erum við,“ segir Páll Gunnlaugsson, arktiekt og hönnuður hótelsins, um stöðu verkefnisins.Framleiðslulína eininganna hjá CIMC í Kína. Gámar eru framleiddir í annarri línu sem CIMC er með.Hótelið verður kjallari og fjórar hæðir og að mestu byggt úr stöðluðum einingum frá fyrirtækinu CIMC-MBS í Guangdong-héraði í Kína. „Verksmiðjan er á eyju í Shize hafi og þaðan verða einingar fluttar með pramma í uppskipunarhöfn í Hong Kong,“ segir í greinargerð með málinu þar sem ítarlega er farið yfir gerð eininganna, flutninga þeirra og meðhöndlun. „Það verða flutt inn fullbúin herbergi,“ segir Páll. Aðspurður hvernig byggingaraðferðin takmarki möguleika hans sem arkitekts segir hann aðferðina ekki binda hendur sínar. „Ég held að það sé alveg ofmetið að arkitektar vilji alltaf hafa eitthvert rosalegt frelsi, þannig séð. Þetta eru náttúrlega bara herbergi eins og öll hótel eru. Svo er það matrixa að raða þessu saman þannig að þetta verði spennandi og uppfylli kröfur skipulags og slíkt.“ Um er að ræða aðferð sem ekki hefur verið beitt hér áður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í áfangaumsögn, að sögn Páls, sagt að byggingaraðferðin sé í lagi. „Þeir gera engar sérstakar athugasemdir. Þeir vilja skoða hvort gluggarnir standist slagveður og það er fullur skilningur á því.“Kínversku einingarnar eru sjálfberandi upp í sextán hæðir. Hótelið á Hlíðarenda yrði aðeins fjórar hæðir.Meðal þess sem Páll óskar eftir í erindi sínu er að borgin falli frá kvöð sem er á svæðinu um að gras sé á þaki bygginga. „Okkar byggingaraðferð gerir það að verkum að við þyrftum að búa til nýtt þak og það er flókin aðgerð að vera með svona þungt þak. Þess vegna erum við að biðjast undan því,“ útskýrir hann. Ekkert liggur fyrir um hver myndi reka hótelið sem hannað er sem þriggja eða fjögurra stjörnu hótel með mismunandi vistarverum, móttöku, veitingasal og þess háttar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það félag að nafni O1 ehf. sem eignaðist umrædda lóð í byrjun þessa árs. Að baki því félagi eru Jóhann Halldórsson og Valgerður Margrét Backman. Jóhann kveðst ekkert vilja tjá sig um hótelverkefnið. Það er nú til skoðunar hjá verkefnisstjóra á skipulagssviði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira