Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar hefur eitt og annað við Lögmannafélagið að athuga. Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“ Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“
Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00
Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45