Góður andi á tökustað Stranger Things Guðný Hrönn skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Á tökustað. Þar var mikið stuð að sögn Gabrielle. Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira