Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira
Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna vera skrítna og að byrjað sé á vitlausum enda. Fyrstu flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málefnum flugvallarins og að nú væri kominn tími til að þjóðin fái að grípa inn í og segja sinn hug. Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum sem verða eftir fjórtán mánuði. Ágreiningur hefur verið lengi um flugvöllinn í Vatnsmýri og ekki fyrirséð hvenær sættir nást. Nú er spurning hvort þingsályktunartillagan um framtíðaráform vallarins komi til með að slá á þann ágreining, það er að þjóðin fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Reykjavíkurflugvöllur verði til frambúðar í Vatnsmýri eða ekki.Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir formaður Samfylkingarinnar að byrjað sé á vitlausum enda.vísir/jóikÞingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta þingi en Ögmundur Jónasson fór fyrir umræðunni þá. Þingmennirnir átján sem koma að málinu flestir af landsbyggðinni. Fjórir koma frá Norðausturkjördæmi, fjórir frá Norðvestur, þrír frá Suðvesturkjördæmi, fimm frá Suðurkjördæmi, og tveir frá Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki er farið fram á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einungis ráðgefandi en athylgi vekur að Björt framtíð, Viðreisn og Samfylking koma ekki að tillögunni og segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að byrjað sé á vitlausum enda. „Okkur finnst hún nú bara skrítin. Í fyrsta lagi er það nú mín skoðun að menn þurfa að leysa svona stórt og mikilvægt mál í sátt og ég held að ef að menn gera það og taka mið að Rögnunefndinni og halda áfram að vinna málið þaðan að þá sé hægt að koma með lausn sem er bæði betri fyrir landsbyggðina og höfuðborgina,“ segir Logi. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní á síðasta ári var íslenska ríkinu gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut vallarins í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík sem undirritað var 2013. Í tillögunni kemur fram að eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022.Það bárust fregnir af því þegar þingsályktunartillagan kom fram að þú vildir að nafn þitt yrði tekið af henni. Er það rétt? „Já, við skoðuðu þetta í þingflokki Pírata. Ég setti mig á málið um leið og málið kom fram útaf því að ég hef alltaf verið fylgjandi því að þetta er atriði sem varðar alla landsmenn og þar af leiðandi samkvæmt grunnstefnu Pírata hafa allir landsmenn að koma að ákvörðun að því,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar. Jón Þór útilokar ekki að breytingar verði gerðar á tillögunni. „Ég hafði hafi samband við Njál í áðan og hann tók bara vel í það að skoða þessa möguleika um að binda ráðherra betur og ég geri ekki ráð fyrir öðru og líka bara til að víkka út kostunum þannig að þetta séu upplýst ákvörðun sem landsmenn geta tekið,“ segir Jón Þór.Er þjóðin tilbúin til þess að taka svona veigamikla ákvörðun sjálf áður en að deilumálin eru leyst? „Hún var það í Icesave, spurðu þjóðina um það,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Sjá meira