Áfram í haldi vegna gruns um að hafa misþyrmt barnsmóður sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 09:36 Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun árs. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira