Segja fjármunum ríkisins ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 18:47 Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. Umsögn bandalagsins hefst á því að benda á að það hafi ekki fengið málið til umsagnar þrátt fyrir að bandalagið sé heildarsamtök fatlaðs fólks, langveikra og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru 41 talsins og telja 29 þúsund félagsmenn eða 9% þjóðarinnar. Þá segir að hægt sé að lesa úr fjármálaáætluninni að fjárhagsstaða ríkissjóðs sé mjög góð. Að sama skapi sé ekki hægt að sjá að nýta eigi hina góðu fjárhagsstöðu til að bæta stöðu fólks sem býr við kröpp kjör eða fátækt svo sem vegna fötlunar, sjúkdóma, slysa eða atvinnuleysis. Fjármunum ríkisins sé ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda. Fátækt sé ekki náttúrulögmál og henni eigi að vera hægt að útrýma ef sannur áhugi og vilji ráðamanna væri fyrir hendi. ÖBÍ gerir tillögur til breytinga á þingsályktunartillögunni, þar á meðal að 100% tekjuskerðingar verði afnumdar í tveimur áföngum og að lögfestar verði reglur um að allir, sem eiga rétt á sérstakri framfærsluuppbót, fái hana greidda án tillits til fyrri búsetu erlendis. Þá er einnig lagt til að desemberuppbót til lífeyrisþega verði hækkuð þannig að óskert desemberuppbót til lífeyrisþega verði að minnsta kosti ekki lægri en desemberuppbót atvinnuleitenda. Bandalagið vill einnig að auknum fjármunum verði varið til menntunar fatlaðra barna og ungmenna ásamt börnum og ungmennum með sérþarfir, að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs vegna greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu verði 100% frá 1. janúar 2018 og að virðisaukaskattur af lyfjum fyrir örorkulífeyrisþega, fatlað fólk og aldraða verði afnuminn. Hægt er að lesa umsögn Öryrkjabandalagsins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00 Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. Umsögn bandalagsins hefst á því að benda á að það hafi ekki fengið málið til umsagnar þrátt fyrir að bandalagið sé heildarsamtök fatlaðs fólks, langveikra og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru 41 talsins og telja 29 þúsund félagsmenn eða 9% þjóðarinnar. Þá segir að hægt sé að lesa úr fjármálaáætluninni að fjárhagsstaða ríkissjóðs sé mjög góð. Að sama skapi sé ekki hægt að sjá að nýta eigi hina góðu fjárhagsstöðu til að bæta stöðu fólks sem býr við kröpp kjör eða fátækt svo sem vegna fötlunar, sjúkdóma, slysa eða atvinnuleysis. Fjármunum ríkisins sé ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda. Fátækt sé ekki náttúrulögmál og henni eigi að vera hægt að útrýma ef sannur áhugi og vilji ráðamanna væri fyrir hendi. ÖBÍ gerir tillögur til breytinga á þingsályktunartillögunni, þar á meðal að 100% tekjuskerðingar verði afnumdar í tveimur áföngum og að lögfestar verði reglur um að allir, sem eiga rétt á sérstakri framfærsluuppbót, fái hana greidda án tillits til fyrri búsetu erlendis. Þá er einnig lagt til að desemberuppbót til lífeyrisþega verði hækkuð þannig að óskert desemberuppbót til lífeyrisþega verði að minnsta kosti ekki lægri en desemberuppbót atvinnuleitenda. Bandalagið vill einnig að auknum fjármunum verði varið til menntunar fatlaðra barna og ungmenna ásamt börnum og ungmennum með sérþarfir, að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs vegna greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu verði 100% frá 1. janúar 2018 og að virðisaukaskattur af lyfjum fyrir örorkulífeyrisþega, fatlað fólk og aldraða verði afnuminn. Hægt er að lesa umsögn Öryrkjabandalagsins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00 Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00
Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00