Án sjúkratrygginga eftir að sýslumaður flutti lögheimilið til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 11:54 Sýslumaðurinn færði lögheimili Birgis að honum forspurðum. Hann hefur ekki fengið svör varðandi hvað gerðist eða hvenær lögheimilið verði aftur skráð hér á landi. Birgir Örn Breiðfjörð, íslenskur maður sem dvaldi í Kanada í þrjá mánuði í sumar vegna vinnu, er ekki lengur sjúkratryggður hér á landi þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu flutti lögheimili Birgis að honum forspurðum á meðan hann var erlendis. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en Birgir ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann komst að því að búið var að færa lögheimilið hans þegar hann var að panta sér tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. „Þá benti þessi indæla starfskona í móttökunni mér á að ég væri ekki sjúkratryggður sem kom mér algjörlega á óvart. Þegar ég fer svo að rekja þetta eitthvað lengra þá kemur í ljós að ég var ekki með lögheimili hér lengur og að það hafði verið afskráð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Á meðan hann var í Kanada átti hann tíma hjá sýslumanni ásamt barnsmóður sinni þar sem verið var að ganga frá umgengnissamningi þeirra á milli vegna dóttur þeirra. „Þar sem ég er staddur erlendis þá fæ ég lögmann til að mæta fyrir mína hönd og ganga frá því máli. Svo þegar ég mæti til baka til landsins þá er ég ekki skráður í landinu og hef því engin réttindi.“ Hann telur að starfsmaður hjá sýslumannsembættinu hafi fært lögheimilið en aðspurður segir hann lítið um svör varðandi það hvernig þetta gerðist eða hvenær þessu verði breytt til baka. Hann sé búinn allt sem hann getur en svörin sem hann fær er að málið sé í ferli hjá embættinu. „Ég er í raun réttindalaus og ef ég ætla að sækja um einhverja þjónustu þá þarf ég bara að greiða fyrir hana eins og ég sé erlendur ríkisborgari,“ segir Birgir og bendir á að við þetta vakni spurningar um það hvort að hver sem er geti fært lögheimili manns án þess að maður samþykki það.Hlusta má á við talið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Birgir Örn Breiðfjörð, íslenskur maður sem dvaldi í Kanada í þrjá mánuði í sumar vegna vinnu, er ekki lengur sjúkratryggður hér á landi þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu flutti lögheimili Birgis að honum forspurðum á meðan hann var erlendis. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en Birgir ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann komst að því að búið var að færa lögheimilið hans þegar hann var að panta sér tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. „Þá benti þessi indæla starfskona í móttökunni mér á að ég væri ekki sjúkratryggður sem kom mér algjörlega á óvart. Þegar ég fer svo að rekja þetta eitthvað lengra þá kemur í ljós að ég var ekki með lögheimili hér lengur og að það hafði verið afskráð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Á meðan hann var í Kanada átti hann tíma hjá sýslumanni ásamt barnsmóður sinni þar sem verið var að ganga frá umgengnissamningi þeirra á milli vegna dóttur þeirra. „Þar sem ég er staddur erlendis þá fæ ég lögmann til að mæta fyrir mína hönd og ganga frá því máli. Svo þegar ég mæti til baka til landsins þá er ég ekki skráður í landinu og hef því engin réttindi.“ Hann telur að starfsmaður hjá sýslumannsembættinu hafi fært lögheimilið en aðspurður segir hann lítið um svör varðandi það hvernig þetta gerðist eða hvenær þessu verði breytt til baka. Hann sé búinn allt sem hann getur en svörin sem hann fær er að málið sé í ferli hjá embættinu. „Ég er í raun réttindalaus og ef ég ætla að sækja um einhverja þjónustu þá þarf ég bara að greiða fyrir hana eins og ég sé erlendur ríkisborgari,“ segir Birgir og bendir á að við þetta vakni spurningar um það hvort að hver sem er geti fært lögheimili manns án þess að maður samþykki það.Hlusta má á við talið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira