Án sjúkratrygginga eftir að sýslumaður flutti lögheimilið til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 11:54 Sýslumaðurinn færði lögheimili Birgis að honum forspurðum. Hann hefur ekki fengið svör varðandi hvað gerðist eða hvenær lögheimilið verði aftur skráð hér á landi. Birgir Örn Breiðfjörð, íslenskur maður sem dvaldi í Kanada í þrjá mánuði í sumar vegna vinnu, er ekki lengur sjúkratryggður hér á landi þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu flutti lögheimili Birgis að honum forspurðum á meðan hann var erlendis. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en Birgir ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann komst að því að búið var að færa lögheimilið hans þegar hann var að panta sér tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. „Þá benti þessi indæla starfskona í móttökunni mér á að ég væri ekki sjúkratryggður sem kom mér algjörlega á óvart. Þegar ég fer svo að rekja þetta eitthvað lengra þá kemur í ljós að ég var ekki með lögheimili hér lengur og að það hafði verið afskráð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Á meðan hann var í Kanada átti hann tíma hjá sýslumanni ásamt barnsmóður sinni þar sem verið var að ganga frá umgengnissamningi þeirra á milli vegna dóttur þeirra. „Þar sem ég er staddur erlendis þá fæ ég lögmann til að mæta fyrir mína hönd og ganga frá því máli. Svo þegar ég mæti til baka til landsins þá er ég ekki skráður í landinu og hef því engin réttindi.“ Hann telur að starfsmaður hjá sýslumannsembættinu hafi fært lögheimilið en aðspurður segir hann lítið um svör varðandi það hvernig þetta gerðist eða hvenær þessu verði breytt til baka. Hann sé búinn allt sem hann getur en svörin sem hann fær er að málið sé í ferli hjá embættinu. „Ég er í raun réttindalaus og ef ég ætla að sækja um einhverja þjónustu þá þarf ég bara að greiða fyrir hana eins og ég sé erlendur ríkisborgari,“ segir Birgir og bendir á að við þetta vakni spurningar um það hvort að hver sem er geti fært lögheimili manns án þess að maður samþykki það.Hlusta má á við talið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Birgir Örn Breiðfjörð, íslenskur maður sem dvaldi í Kanada í þrjá mánuði í sumar vegna vinnu, er ekki lengur sjúkratryggður hér á landi þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu flutti lögheimili Birgis að honum forspurðum á meðan hann var erlendis. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en Birgir ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann komst að því að búið var að færa lögheimilið hans þegar hann var að panta sér tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. „Þá benti þessi indæla starfskona í móttökunni mér á að ég væri ekki sjúkratryggður sem kom mér algjörlega á óvart. Þegar ég fer svo að rekja þetta eitthvað lengra þá kemur í ljós að ég var ekki með lögheimili hér lengur og að það hafði verið afskráð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Á meðan hann var í Kanada átti hann tíma hjá sýslumanni ásamt barnsmóður sinni þar sem verið var að ganga frá umgengnissamningi þeirra á milli vegna dóttur þeirra. „Þar sem ég er staddur erlendis þá fæ ég lögmann til að mæta fyrir mína hönd og ganga frá því máli. Svo þegar ég mæti til baka til landsins þá er ég ekki skráður í landinu og hef því engin réttindi.“ Hann telur að starfsmaður hjá sýslumannsembættinu hafi fært lögheimilið en aðspurður segir hann lítið um svör varðandi það hvernig þetta gerðist eða hvenær þessu verði breytt til baka. Hann sé búinn allt sem hann getur en svörin sem hann fær er að málið sé í ferli hjá embættinu. „Ég er í raun réttindalaus og ef ég ætla að sækja um einhverja þjónustu þá þarf ég bara að greiða fyrir hana eins og ég sé erlendur ríkisborgari,“ segir Birgir og bendir á að við þetta vakni spurningar um það hvort að hver sem er geti fært lögheimili manns án þess að maður samþykki það.Hlusta má á við talið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira