„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:40 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA „Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu. H&M Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu.
H&M Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira