„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:40 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA „Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu. H&M Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
„Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu.
H&M Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira